Trúarskóli

Það sorglega er að Háskóli Íslands mun aldrei komast í allra fremstu röð á meðan guðfræði er kennd við skólann. Guðfræði hefur ekkert að gera með að vera háskólanám og á að vera á hendi hverrar stofnunar fyrir sig sem námið snýst um þ.e. hjá ríkiskirkjunni í okkar tilfelli. Guðfræði, í eðli sýnu, getur ekki fylgt gagnrýnni aðferðarfræði sem háskólanám snýst um enda væru trúarbrögð útdauð ef fólk almennt gæti beitt gagnrýnni hugsun á þau. Guðfræðin í HÍ er heldur ekki guðafræði og snýst nánast eingöngu um ríkisguðinn okkar. Önnur trúarbrögð fá rétt kynningu í samanburði við ríkistrúnna. Þetta mun ávalt draga HÍ niður, bæði hvað varðar gæði og virðingu.
mbl.is Háskóli Íslands meðal 300 bestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samt hafa nokkrir stórir bandariskir háskólar guðfræðideild, meðal annars Harvard: http://www.hds.harvard.edu/

Ólafur (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 23:44

2 identicon

Hvort að guðfræði sé kennd í skólanum hefur engin áhrif á stöðu þess í þessum lista. Ein af stærstu áhrifavöldunum er hversu margar vísindagreinar sem skrifaðar eru af kennara og/eða nemenda, á vegum skólans, eru birtar og hversu oft aðrar greinar vitna í þær.

Einar (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 00:03

3 Smámynd: Reputo

Mér sýnist munurinn vera að í Harvard eru kennd trúarbrögð heimsins "Center for the study of world religions". Það er annar keimur af því en trúarskóli sem dælir út prestum en ekki fræðimönnum.

Reputo, 4.10.2012 kl. 00:03

4 identicon

Guðfræði hefur ekkert með þennan lista að gera. Einar hérna að ofan svarar því. Hins vegar lærði kunningi minn guðfræði og hann þurfti að læra um önnur trúarbrögð sem hluti af náminu og einnig þurfa allir sem fara í HÍ að taka kúrs á fyrstu önn sem heitir aðferðafræði, til þess einmitt að læra að setja fram kenningar og beita gagnrýnni hugsun.

Þórarinn (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 05:27

5 identicon

HÍ er rekinn á allt öðrum grunni en góðir háskólar. Á meðan góður háskóli sækist eftir góðum nemendum til að græða peninga, notar hí síufög og baktjaldamakk til að losa sig við nemendur og spara peninga. Góður háskóli reynir að kenna fög sem best hann getur, en ekki leiða nemendur í gildrur með tvísínum spurningum á prófum o.s.f.v.

Þegar aðferðir stofnana eru svona rotnar, hljóta gæðin að gjalda fyrir það.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband