smáís

Auðvitað hafa framleiðendur Fangavaktarinnar samúð mín þótt það rýri trúverðugleika fréttarinnar að blanda smáís inn í þetta. Smáís menn njóta engrar virðingar vegna þess að þeir berjast gegn almenningi með óréttlæti, yfirgangi og lygum hvar sem þeir geta. Ég hef t.d. sennilega keypt yfir 1000 tóma geisladiska til gagnageymslu í gegnum tíðina og alltaf þurft að borga til þeirra í leiðinni. Ef mig langar að uppfæra vínilplötusafnið og kaupa cd í staðinn að þá þarf ég að borga aftur til smáís þótt ég eigi efnið fyrir og er aðeins að breyta um geymsluform, og svona mætti áfram telja.

Svo kasta þeir fram einhverjum gögnum sem sýna minnkandi sölu geisladiska en "gleyma" að nefna þann fjölda sem selst í gegnum netið á t.d. itunes og tónlist.is, sennilega vegna þess að í heildina selst meira nú en áður.


mbl.is Fangavaktinni stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og gleyma að það er töluverð niðursveifla í efnahagnum núna sem ég held að útskýri miklu betur minnkandi sölu geisladiska en nokkurntímann niðurhalið. Gæti ekki verið að fólk hreinlega velji að kaupa í matinn og borga leiguna frekar en að kaupa geisladiska?

Valdís Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:00

2 identicon

Já akkurat .... vegna þess að niðurhal á svona efni hefur verið til staðar í 7-8 ár, og ef það hefði komið niðursveifla þá ætti hún ekki að vera koma fyrst fram núna.

Óskar (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:10

3 identicon

Þessir vesalingar hjá Smáís geta eins barist við að stöðva í sólskin og fara í mál við veðurfræðinga ef þeir spá sól þá verða þeir sektaðir....

Það downloada allir af netinu.... þetta fífl hjá smáís, vill hann ekki labba inn í World Class Laugum og kæra alla þar... það eru allir með iPod með tónlist sem ÞEIR SÓTTU AF NETINU, haha

It's a cruel world, fólk downloadar ef Netinu, get over it!

Gísli B (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:19

4 identicon

Já, minnir mig á það.... hefur einhver fundið nýjasta Fangavaktina þátt 6  s01 e06 ?

Gísli B (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:21

5 identicon

SKil eiginlega ekki alveg komment hér að framan. Ef fólk hefur ekki efni á að kaupa bæði geisladiska og mat velur það örugglega að kaupa mat. En það gefur þeim ekki rétt til að stela geisladiskum. Hvorki úr búðum eða af netinu.

Að hala niður efni sem er ólöglega á netinu er bara þjófnaður. Ekkert réttlætir slíkan þjófnað. Ekki framkoma smáís eða fátækt.

Soffía (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:22

6 identicon

Ég er einn af þessum fjölda sem hefur "stolið" þessum þáttum.  Ég bíst við að ég gæti tekið þá sjálfur upp úr því að ég er með áskrift að Stöð 2, en ég kís bara að eiga þá á tölvutæku formi þrátt fyrir að horfa á þá í sjónvarpinu mínu með áskriftinni minni að Stöð 2.

Árni Þór (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:25

7 Smámynd: Arnar

Bara að spekúlera, maður borgar stefgjöld hvort sem manni líkar betur eða verr (af geisladiskum og skrifurum einnig minnir mig) og svo er ég áskrifandi af Stöð 2.

Hverju væri ég að stela ef ég væri að sækja Fangavaktina á netið, er ég ekki búinn að borga fyrir hana?

Hver er munurinn á því að taka þáttinn upp á vídeo ef ég gæti ekki horft á hann á sýningar tíma, eða sækja hann á netið á rafrænu formi?

Arnar, 2.11.2009 kl. 11:31

8 identicon

Arnar: það hefur alltaf verið ólöglegt að taka upp á video líka. Bara svo það komi fram.

Sigrún (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:44

9 identicon

Mér er ekki vel við niðurhalara. Á vinnustað sem ég hef verið, höfðum við aðgang að netinu, sem mér fannst ágætt til að geta lesið fréttir, blogg og fleira. EN þá þurftu einhverjir að skrá sig í fjandans Torrent klúbb og létu tölvurnar vera að hlaða niður bíómyndum allan vinnutímann. Við þetta kom í ljós óeðlilega mikið niðurhal hjá fyrirtækinu sem olli því að aðgangi okkar að netinu var lokað. Þetta er því miður algengt. Það er auðvitað ekkert annað en græðgi að hlaða niður ókeypis í stórum stíl og eyðileggur fyrir öðrum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:09

10 identicon

Sigrún; það er ekki allskostar rétt :

II. kafli. Takmarkanir á höfundarétti.

11. gr. [Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi.

Fransman (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:13

11 identicon

Langar líka að minna hann Snæbjörn hjá Smáís að ég veit ekki betur enn að Fangavaktin hafi fengið styrk úr kvikmyndasjóð Íslands sem að er greiddur með skattpeningunum okkar.

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:16

12 Smámynd: Reputo

Með því að leggja stefgjöld á allt það sem mögulega getur hýst höfundarréttarvarið efni, s.s. geisladiska, videospólur, harðadiska og sennilega ipoda líka að þá er spurning hvort ekki sé búið að greiða fyrir það efni sem mögulega fer þar á. Er ekki hálfpartinn búið að gefa manni leyfi til að niðurhala efni þegar búið er að setja öll möguleg gjöld á þetta?

Reputo, 2.11.2009 kl. 12:39

13 identicon

Það er ekkert ólöglegt að downlóda af netinu.....það er bara ólöglegt fyrir þann sem setti það inn....ekki þá sem sækja það....vegna þess að hann var að deila þessu......Reyndar er ólöglegt að ná í efni á netinu EF þú værir að ná í heila skrá frá sama aðila....þess vegna erum við að ná í t.d. mynd frá fullt af mismunandi aðilum....þannig....ekki ólöglegt....SMÁÍS OG STEF ERU VIÐBJÓÐIR...væri ekki fúll ef einhver myndi losa okkur við þá.....STEF á sökina að Iphone er ekki til sölu á Íslandi............

Petur (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:54

14 identicon

emmm pétur...var ekki ástæðan að iphone sé ekki seldur hér á landi sú að apple gerðu sér samning við símafyrirtækið AT&T?

Einar (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 13:21

15 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Smáís fær sínu fram hvernig sem fer, ég er með lausn, Smáís getur bara sett stefgjöld á ADSL tengingar, þá eru þeir búnir að skattleggja allt í bak og fyrir.

(...þó efast ég um að almenningur yrði parhrifin af því uppátæki)

Garðar Valur Hallfreðsson, 2.11.2009 kl. 13:24

16 identicon

@Ásgeir: margir/flestir rithöfundar Íslands eru á rithöfundarlaunum sem eru jú líka teknir af okkar skattpeningum. Það myndi samt sem áður ekki hvarfla að þér að valsa inn í Eymundsson og taka eitt eintak af bók eftir einhvern þeirra og fara með hana án þess að borga.  Það myndu líka allir hlæja að þér ef þú kæmir með afsökun af þessum toga við það tilefni.

Á Íslandi eru í gildi höfundalög. Í 1. gr. laganna kemur fram að höfundar eigi eignarétt á verkum sínumog réttur höfunda til að gera eintök af verki sínu er skilgreindur í 1. mgr. 2. gr. laganna. Þar segir, „...það er eintakagerð, þegar hugverk (bókmenntaverk eða listaverk) er tengt hlutum, einum eða fleiri“. Staðfest hefur verið fyrir erlendum dómstólum að niðurhal á skrám sé eintakagerð.

Í íslensku lögunum er ekki að finna ákvæði eins og er á öðrum Norðurlöndum að efni sem er sett ólöglega á netið sé líka ólöglegt að niðurhala.

Hér hafa sumir talið  niðurhal löglegt af því að í þessum höfundarlögum er tekið fram að niðurhal til einkanota sé löglegt. Því er sennilega leyfilegt að taka upp þætti til að horfa á síðar ef þeir eru ekki fjölfaldaðir á einhvern hátt.

En þegar fólk er að hala niður efni eins og Fangavaktinni er það í gegnum síður eins og Torrent (með BitTorrent) er kerfið þannig að sá sem hleður niður skránni, deilir jafnóðum til annarra niðurhalara þeim einingum sem hann hefur þegar sótt. Þannig aða þessum skrám sem er niðurhalað án heimildar höfundar/rétthafa  er í raun deilt til annarra og þá er sá sem haldar skránni niður að brjóta höfundarlögin og þetta er ekki lengur eintakagerð til einkanota.

Soffía (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 14:02

17 Smámynd: Arnar

"Sigrún: það hefur alltaf verið ólöglegt að taka upp á video líka. Bara svo það komi fram."

Og afhverju stendur Smáís þá ekki í hatrammi baráttu gegn eigendum vídeótækja?

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:10

18 Smámynd: Arnar

Ásgeir, bíómyndir fá líka styrki úr þessum sjóð, ekki heimtum við að fá að horfa á þær ókeypis í bíó :)

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:14

19 Smámynd: Arnar

Soffía, ef ég væri að sækja Fangavaktina á netið og teldi mig hafa rétt á því þar sem ég væri bæði áskrifandi af stöð2 og búinn að borga stefgjöld af öllum anskotanum, þá myndi ég einnig draga þá ályktun að allir hinir væru í sömu sporum. Væri ætlast til þess að ég gangi úr skugga um það hjá öllum aðilum?

Og annars, þar sem þú hefur svo gaman að því að fletta upp í lögum, hvernig spila stefgjöld sem almenningur greiðir (td. af geisladiskum) inn í þetta allt saman?

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:19

20 Smámynd: Arnar

Annars er ein mjög einföld leið til að leysa þetta vandamál, leið sem Smáís, Stöð2 og allir tengdir aðilar virðast algerlega horfa fram hjá.

Stöð2 á að setja þættina á netið daginn eftir í lala-gæðum.. með auglýsingum. Bara streama þá af heimasíðunni sinni.

Engin myndi nenna að ná í þetta af torrent, Stöð2 fengi tekjur, Smáís fengi stefgjöldin sín.. og höfundarrétthafarnir fá eitthvað frá Smáís ef þeir eru heppnir (hef heyrt að það sé upp og ofan, aðallega af ungum hljómsveitum)

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:22

21 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 Það myndi samt sem áður ekki hvarfla að þér að valsa inn í Eymundsson og taka eitt eintak af bók eftir einhvern þeirra og fara með hana án þess að borga.

Soffia, Þessi samlíking við það að hala niður skrár af netinu gengur ekki, þar sem viðkomandi er þá að taka eignir viðkomandi búðar ekki af höfundarrétthafa og þarna ertu komin með hlut sem er áþreifanlegur og staða hans breytist þegar hann er horfinn, slíkt á ekki við um skrár sem þú halar niður á netinu þar sem þú tekur ekki neitt, þú ert að gera afrit af þessu.

Ef viðkomandi kæmi inn í búðina með sinn eigin pappír og gerði 100% afrit af bókinni fyrir sinn pening á sínum tíma, er hann þá að stela úr viðkomandi búð?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.11.2009 kl. 16:58

22 identicon

Hver ætlar að endurgreiða mér STEFGJÖLDIN sem ég borgaði fyrir þegar ég keypti mér diska síðast og nokkrir af þeim voru óskrifanlegir ? Þar greiddi ég ágætsi pening í vasa þeirra. Það er líka soldið magnað þegar tónlistarmennirnir sjálfir eru farnir að tala niður til þessa fyrirtækis (smáís) ég spyr hvorki kóng né prest að því hvernig ég kópera það sem ég hef þegar borgað fyrir, þá meina ég það að ég er áskrifandi af stöð2 og ég tek undir það sem einn sagði hér áður, mér langaði að eiga þetta í tölvutæku formi.

 Hvernig er með ljósmyndara sem þurfa á CD að halda til að koma myndum sínum í back up.. Ekki eru þeir tónlistarmenn en samt sem áður borga þeir stef gjöld haha þetta er svo mikil vitleysa sem samt sem áður fer vonandi að taka enda.

 Næstu mótmæli verða vonandi BURT MEÐ SMÁÍS

Ingibergur (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 21:49

23 Smámynd: Arnar

Ljósmyndarar þurfa einmitt að borga stefgjöld af geisladiskum til að skrifa á efni sem þeir sjálfir eiga höfundarréttin á.

Ljósmyndarafélag Íslands reyndi að fá þetta fellt niður en því var hafnað.

Arnar, 3.11.2009 kl. 16:03

24 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ingibergur.

Ef að diskarnir sem að þú kaupir eru óskrifanlegir, þá átt þú að fara með þá aftur í verslun og fá nýja.

varðandi stefgjöld af geisladiskum sem að þú notar undir annað en músík, þá er hægt að fá það endurgreitt.

Árni Sigurður Pétursson, 3.11.2009 kl. 18:06

25 Smámynd: Reputo

Þakka fyrir innleggin. Mér sýnist flestir vera sömu skoðunar á þessu málefni. Óréttlæti og yfirgangur viðgengst hjá smáís eins og fleirum þessa dagana.

Reputo, 6.11.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband