Hvar eru verðin?

Ég hef verið að leita að verðum á flugeldum á netinu og ekkert fundið. (kannski klaufaskapur í mér)Þar sem álagning á flugelda jafnast sennilega á við álgningu á áfengi, þ.e. keypt inn á 150 kr. og selt á 5000 kr. að þá finnst mér það lágmarksþjónusta að verð og innihaldslýsingar pakka séu aðgengilegar á netinu. Þetta á jafnt við björgunarsveitirnar sem aðra söluaðila.
mbl.is Sprenging varð í flugeldaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki þekki ég hvar þú finnur verðin annars staðar en á sölustöðunum sjálfum en meint álagning þín er langt, já mjög langt yfir markið. Ég þekki það vel því ég starfaði í björgunarsveitum á sínum tíma og þekki vel hvernig verðlagningu er háttað og tel ég hana alls ekki ósanngjarna.

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Slepptu bara flugeldunum og einblíndu á áfengið. Þá verðurðu hvort eð er dauður fyrir skaup.

Páll Geir Bjarnason, 28.12.2009 kl. 11:23

4 identicon

Páll, átt þú við áfengisvandamál að stríða?  Hví ertu að benda manni á að drekka sig dauðan ef hann veltir álagningu á flugeldum björgunarsveita fyrir sér?

Lauslegur samanburður á verði flugelda á Íslandi og í Danmörku er að gífurlega miklu munar.  Tilkostnaður við sölu á flugeldum er lágmarks, einn óupphitaður gámur og nokkrir sjálfboðaliðar.  Í Danmörku eru þeir seldir í verslunum með öðrum varningi og launuðu strarfsfólki, en samt mun ódýrari.  Ég tel að björgunarsveitarmenn séu búnir að ofverðleggja vörurnar sínar.

Sigrún amma (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 12:47

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sigrún amma. Átt þú við fjárhagsvanda að stríða? Hví ertu að benda manni á verðlag í Danmörku ef hann veltir fyrir sér álagningu á flugeldum á Íslandi?

Páll Geir Bjarnason, 28.12.2009 kl. 13:01

6 identicon

Páll, þakka þér fyrir að spyrja, en ég kemst ágætlega af með ellilífeyrinn minn.  Það er nú svo að við sem búum hér erum sífellt að bera saman verðlag á Íslandi og nágrannalöndum, ekki bara á flugeldum heldur flestum öðrum varningi.  Því miður er samanburðurinn okkur oft mjög óhagstæður.  Það vildi bara þannig til að ég var stödd í Danmörku í desember þegar sala flugelda hófst þar og þess vegna var mér nærtækt að bera saman verðið á þessari vöru.  Í leiðinni vil ég geta þess að innihaldslýsingarnar í Danmörku eru mun betri á rakettupökkunum en hér  og gætu íslenskir björgunarsveitarmenn kannski farið að vinna heimavinnuna sína ögn betur svo að fólk átti sig frekar á hvað það er að kaupa.

Sigrún amma (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 13:49

7 identicon

ætli björgunarsveitarmennirnir hafi ekki nóg að gera við að vinna við að BJARGA fólki launalaust en að vera að vinna launalaust við einhverjar innihaldslýsingar þar sem þetta fer í rekstur björgunarsveitanna svo þeir geti haldið áfram að bjarga okkur en ekki í einhvern gróða til að leika sé fyrir, svo með álagninguna hér og í danmörku þá er danska krónan ekki verðlaus eins og sú íslenska svo þar liggur nú kannski stærsti munurinn og hana nú

Sigríður (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 14:36

8 Smámynd: Ibba Sig.

Sigrún amma, flugeldar eru viðkvæm vara og töluvert meira umstang en einn upphitaður gámur og sjálfboðaliðar. Gengisfallið í fyrra hækkaði innkaupsverð flugelda um meira en 100% og tóku björgunarsveitir á sig töluverða lækkun á álagningu til að vega á móti því.

Ibba Sig., 28.12.2009 kl. 15:10

9 identicon

Einmitt.  Gengisfallið í fyrra hækkaði innkaupsverð flugelda um meira en 100%.  Vegna hins lága gengis er mjög óhagstætt að kaupa í öðrum löndum, t.d. Danmörku, en samt er það svo að verð á flugeldum sker sig úr og er mun lægra í Danmörku, þrátt fyrir gengið, en hér.  Með mörg þúsund prósenta álagningu eru björgunarsveitamenn að mjaka sér út af markaðnum og gefa öðrum tækifæri til að þéna vel á flugeldasölu.  Þegar allt kemur til alls er það buddan sem stjórnar fótunum og þeir leita þangað sem meira er hægt að fá fyrir peningana.

Sigrún amma (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 15:28

10 Smámynd: Reputo

Geymslukröfur á flugeldum er víst gámur, sem þarf að vera afgirtur. Verð á flugeldum er tvöfallt til fimmfallt hærra á Íslandi en í Danmörku miðað við að danska krónan sé reiknuð á 24,4 ísl. kr. þannig að gengið er ekki að orsaka þessi verð.

Í DK kaupirðu líka yfirleitt sér rekettu pakka og sér smáruslapakka, en heima er þessu öllu hrúgað í pakka, hvort sem þér líkar betur eða verr, með engri innihaldslýsingu.

Sigríður, þitt viðhorf er svona, drullist til að kaupa það af okkur sem við réttum ykkur. Þar sem þetta er einmitt helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna að þá ættu þeir þess þá heldur að sinna þessu betur.

Mér finnst alltaf fyndið þegar fólk tönglast á því að menn séu að gera þetta launalaust, og við eigum bara að sætta okkur við allt vegna þess að þeir eru að gera allt launalaust. Vissulega er þetta launalaust hjá þeim en þetta er þeirra ÁHUGAMÁL, og sennilega er fátt sem þeir taka fram yfir þetta því þeir hafa afskaplega gaman að þessu. Það er ekki eins og þeir séu í ólaunaðri þrælkunarvinnu þar sem þeir hafa ekkert um það að segja hvort þeir taki þátt eða ekki. Menn sem hafa gaman að því sem þeir gera, gera það líka betur enda er fátt hægt að setja út á starfsemi björgunarsveitanna nema þá helst að þeir eru á góðri leið með að verðleggja flugeldana sína útaf markaðnum.

Reputo, 28.12.2009 kl. 15:35

11 Smámynd: Reputo

Þakka þér fyrir vefslóðina Vilhjálmur. Þetta eru fyrstu flugeldaverðin sem ég sé á netinu.

Reputo, 28.12.2009 kl. 15:36

12 identicon

Hægt er ad skoda flugeldaverd i danmark a slod    thansen.dk

Hrolfur

Hrolfur (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 16:08

13 identicon

sem betur fer er þetta áhugamál hjá sumum en aðrir líta á þetta sem samfélgasþjónustu sem virðirst nú vera útdauð á íslandi sem og annarsstaðar og gaman þætti mér að sjá danina koma og bjarga þér eða einkaaðilana sem eru að selja flugelda og ef fólk hættir að kaupa af björgunarsveitunum  þá getum við ekki búist við að þeir komi hlaupandi þegar við lendum í vandræðum og ég vona að þið hugsið um það ef þið þurfið á því að halda því ekki fá þeir peninga annarsstaðar til að reka sína bíla og önnur björgunartæki  svo ég held ég sjái ekki efir nokkrum krónum til eða frá til að styrkja þá, annað eins er nú landinn að styrkja í allskonar söfnunum og hér fáum við þetta margfalt til baka.

Sigríður (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:49

14 Smámynd: Reputo

Þú mátt ekki misskilja mig Sigríður, ég er ekki að mæla gegn því að fólk styrki björgunarsveitirnar, þvert á móti. Hins vegar eru þeir ekki hafnir yfir gagnríni frekar en aðrir, og þótt málstaðurinn sé góður að þá er samt auðveldlega hægt að verðleggja sig út af markaðnum. Svona sem dæmi að ef raketta, sem kostar 300kr í innkaupum, er seld á kostnaðarverði að þá kemur ekki króna í kassann(hagnað), ef rakkettan er seld á 30 þúsund kemur heldur ekkert í kassann af því að hún er of dýr og enginn kaupir hana. Þetta er ákveðin kúrfa sem toppar einhverstaðar og þar þarf verðið að vera. Persónulega held ég að þeir séu komnir yfir toppinn á kúrfunni.

En svo er önnur sennilega enn áhrifaríkari "fjáröflun" og það er að vera með lobbýista niðrá þingi að pressa á þingmenn að aflétta virðisaukaskatti af faratækjunum, fatnaði og öðrum útbúnaði ásamt því að fá að keyra bílana á litaðri olíu. Þannig tæki samfélagið allt þátt í að styrkja þessa starfsemi.

Ég þekki nú þónokkuð til innan ýmissa björgunarsveita Sigríður, og ég hef aldrei hitt nokkurn mann innan þeirra þar sem skyldurækni til samfélagsþjónustu vegur hærra en áhuginn fyrir "sportinu".

Reputo, 28.12.2009 kl. 23:22

15 identicon

Sigrún Amma.

Mikið hefur breyst í DK, hvað verslun flgelda varðar eftir 2 bruna í flgeldaversmiðjum þar.

Reglurnar eru þar nú MIKLU stífari en hér.

1. Öl sala fer fram í síðustu (ystu) götu iðnaðarrhverfa eða á öðru afmörkuðu svæði utan íbúðarbyggðar.

2. Hver 20 feta gámur er umgirtur girðingu og  þarf að vera amk 50 metra frá næsta gámi.

3. Hver gámur er á sér tengli fyrir loftræstingu, reykskynjara og kælingu.

4. Aðeins er leyfilegt að faraí gámana 2 sinnum á klst og bera þá vörurnar í söluskúra sem þurfa að stnda amk 25 metra frá.

5.  Þegar að því kemur að skóta upp er í mörgum bæjum og borgum einungis leyfilegt að gera svo á afmörkuðum svæðum, yfirleitt íþróttavöllum.

Það er síðan aðallega búðir eins og Byko (eða eins og hér heima Ellingsen, sem byrjaði flugeldasölu á Ísland) og nýta þá afhendingarlager sinn í verksmiðjuhverfum til geymslu/sölu.

að eina eftir í búðnuum sjálfum er kort uhvernig þú kemst á staðinn!

Hér áður va þetta selt allstaðar, eins og bjórin :) , en af er sem áður var.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 02:12

16 identicon

Af litlum neista verður oft mikið bál.  Reputo veltir fyrir sér álagningu á flugeldum hjá björgunarsveitum og fyrr en varir er umræðan farin að snúast um áfengisdrykkju hans, störf björgunarsveitarmanna og nú síðast danskar reglur um sölu flugelda.  Skemmtilegt og bara fyndið hvernig björgunarsveitarmenn  hlaupa strax í vörn ef minnst er á ofurverðlagningu á flugeldunum þeirra, sumir krefjast einkaleyfis á sölu flugelda og ala á ótta fólks sem er alþekkt og mikið notuð stjórnunaraðferð. 

Sigrún amma (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 09:35

17 identicon

Fyrirgefðu Sigrún amma ef þú ert að vísa í mig sem björgunarsveitarmann þá er eg það ekki, en hef þurft á þeim að halda því þar sem ég bý eru aðstæður að verarlagi slæmar og veður válynd svo ekki sé ég eftir þvi að styrkja þá og ég man ekki betur en þú sjálf hafir byrjað á þessu danska, og þú Reputo þekkir kannski marga björgunarsveitarmenn sem líta á þeta sem sport, en í minni heimasveit er ekki litið á það sem sport að leggja sig í lífshættu oft að vetri til við að bjarga fólki ofan af heiðum í bandvitlausu veðri það er frekar litið á það sem samfélagsþjónustu þar sem engin annar myndi gera þetta og sem betur fer er til fólk sem vill leggja þetta á sig

Sigríður (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:32

18 Smámynd: Reputo

Lítill fugl hvíslaði því að mér áðan að björgunarsveitirnar fái fé úr spilakössum, og sú innkoma standi undir 60% af rekstri sveitanna, ásamt því að vera á fjárlögum hjá ríkinu. Sel það ekki dýrara en ég stal því, eins og maðurinn sagði. Ef satt reynist að þá er flugeldasalan varla stærsta tekjulindin.

Sigríður, ég skal ekki segja til um hvernig þetta er í þinni heimasveit, en hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar er þessu greinilega öðruvísi háttað. Þar sem ég hef ferðast mikið um hálendið, og reyndar allt landið, bæði að vetri til og sumri í um það bil 2 ártugi aðallega á breyttum jeppum að þá þekki ég þetta alveg. Einnig hef ég farið í þó nokkra björgunartúra þótt mannslíf hafi kannski ekki legið við. Ég get alveg sagt þér það að þetta er það allra skemmtilegasta sem ég geri, og því verra sem veðrið er og því meira sem bilar því eftirminnilegri verður túrinn.

Ég hef alltaf styrkt björgunarsveitirnar og mun gera áfram, einmitt vegna þess að það er full þörf á þeim. Ég hef sem betur fer ekki þurft á þeim að halda þótt tvisvar hafi verið hringt á þyrluna vegna veikinda og slyss í mínum ferðalögum. Það breytir samt ekki þeirri gagnríni minni á þá hvað varðar verðlagningu og innihaldslýsingar á pökkum.

Reputo, 29.12.2009 kl. 16:05

19 identicon

Sæll Reputo

Það er rétt að björgunarsveitinar fái hlutdeil af peningunum úr spilakössunum en hún stendur enganvegin undir 60% af reksti sveitanna.

Landsbjörg hefur einnig tekið að sér Slysavarnarskóla sjómanna og peningurinn frá ríkinu eru til að dekka kostnaðinn af þeim skóla.

Sumir flugeldar hefur nú reyndar lækkað í verði mili ára svo sem nokkrar kappatertunar.

Arnar Grétarsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:31

20 Smámynd: Reputo

Sæll Arnar. Eins og ég segi að þá þekki ég þetta ekki alveg, væri samt gaman að sjá nánari sundurliðun á innkomu björgunarsveitanna og útgjöldum. (sennilega hægt að finna það í einhverjum afkymum internetsins) Ég hélt nú samt að það væru útgerðirnar sem héldu Slysavarnarskóla sjómanna uppi.

Annars þakka ég þeim sem commentuðu á umræðuna og hvet um leið þá sem eru aflögufærir með peninga þessi áramótin, að beina sínum viðskiptum til björgunarsveitanna.

Reputo, 29.12.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband