Færsluflokkur: Bloggar

Rangt að sekta fyrirtækin.

Þetta er ómögulegt fyrirkomulag að sekta þau fyrirtæki sem brjóta svona af sér, nú eða þau sem stunda verðsamráð. Það hlítur öllum að vera ljóst að viðskiptavinir viðkomandi fyrirtækja koma til með að greiða reikninginn. Það væri nær að sekta þá einstaklinga sem taka þessar ákvarðanir. Það hefði miklu meiri fælingarmátt. Þetta er svipað og ef ég er tekinn fyrir of hraðan akstur á vinnubílnum að þá þarf ég að greiða sektina ekki fyrirtækið, þannig að mínum hag er best háttað með að keyra löglega því ég veit að ég þarf að borga sektina sjálfur.
mbl.is Sektaður fyrir að lesa póst starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við sama heygarðshornið

Þetta er nú kirkjunnar mönnum líkt. Í stað þess að úthrópa svona hegðanir og vera fremstir í fararbroddi á rannsóknum á slíkum brotum að þá er einhvernveginn allt gert til að þagga þetta sem mest niður. Gunnar kemst bara í betra djobb eftir það sem hann gerði og biskup neitar að tjá sig um málið. Þetta virðist vera eins hjá ríkiskirkjunni og þeirri kaþólsku, þar eru þessi mál, og flest reyndar töluvert verri, þögguð niður í krafti valdsins, og í stað þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyribyggja og fordæma þessa hluti að þá er þetta þaggað niður og menn bara settir í betri djobb.

Ef þessi stofnun vill fá vott af virðingu ætti hún að reka manninn úr starfi og setja þannig línurnar fyrir hina sem klæðast slíkum trúðabúningum. Kynferðisbrot gagnvart börnum er ansi viðloðandi þessa stétt manna og því þarf kirkjan að taka miklu fastar á málum en hún gerir. Það er sjálfgefið að það eiga hellingur af slíkum málum og verri eftir af poppa upp á yfirborðið og refsingin umfram almenna dómstóla er bara betra djobb fyrir vel unnin störf..... það eru allavega skilaboðin sem eru send út.


mbl.is Gunnar til Biskupsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fólk gerir slæma hluti

Það er eins og einn mætur maður sagði eitt sinn: Gott fólk gerir góða hluti og slæmt fólk slæma hluti, en til að gott fólk geri slæma hluti þarf trúarbrögð.

Þetta er alveg skelfilegt þegar fólk lætur trúarbrögð stjórna lífi sínu og annara.


mbl.is Báðu í stað þess að leita læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nægir peningar hjá kirkjunni.

Afhverju er, á þessum niðurskurðartímum, ekki hreyft við fjárveitingum til kirkjunnar? Þar fara 6000 milljónir í súginn á hverju ári. Fyrir þennan pening væri hægt að halda uppi bæði lögreglunni og HÍ. Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja þessa forgangsröðun. Einn prestur kostar jafn mikið og 2,5 lögregluþjónar og það láglaunaprestur því margir þeirra eru með vel á aðra milljón í mánaðarlaun, og vinnustaðurinn er gullsleginn kastali.

Aðskiljum ríki og kirkju, og látum þá sem vilja halda þessu batteríi uppi borga það sjálf úr eigin vasa án milligöngu ríkisins. Notum svo peningana í eitthvað sem byggist ekki á ímyndun og er raunverulega góð fjárfesting, þ.e. menntun.


mbl.is Fjölgun fer illa með niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver mun semja fyrir okkar hönd?

Ég hef svosem ekki náð að mynda mér afgerandi skoðun á því hvort við eigum að ganga í ESB eður ei, þó hallast ég að því að við ættum ekki að gera það. Það sem ég hef hinsvegar hvað mestar áhyggjur af er að ef til aðildarviðræðna kæmi að þá verða líklegast sendir einhverjir útbrunnir pólitíkusar til að sjá um samningagerðina. Þeir eiga eftir að fokka þessu upp alveg eins og með Iceslave samningana. Á meðan hinar þjóðirnar senda her lögfræðinga og sprenglærðra manna á samningasviðinu að þá sendum við Svavar Gests. Hver ætli mundi leiða viðræðurnar fyrir Íslands hönd í ESB málunum? Guðni Ágústs, nei ég bara spyr. Það er allt of mikill amatör háttur á þessu og það versta er að það á ekki eftir að batna.
mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju

Afhverju skapaði guð þá svínið? Getur verið að fólk sé að lepja upp gömul ævintýri sem enga enga stoð í raunveruleikanum?
mbl.is Eina svínið laust úr sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hahaha

hahahahahahaha.... það er ekki hægt annað en að hlægja að þessu.

Klæðum okkur öll upp í grímubúninga og skvettum vatni á hvort annað, förum svo út úi heim og segjum sjúkum og heimskum ævintýri....  getum við ekki sent ríkinu reikninginn líka.


mbl.is Kristniboða- og prestsvígsla í Dómkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun vs. kirkjan

Það er magnað að verið sé að skera niður til menntamála þótt vitað sé að þetta er einhver sú besta fjárfesting sem þjóðin getur ráðist í. Er ekki nær að skera niður til kirkjunnar og hennar mála? Þangað fara 6000 milljónir árlega sem hæglega mætti ráðstafa í eitthvað nytsamlegt. Kirkjan er baggi á þjóðinni og ætti ekki að fá krónu frá ríkinu, hvorki í laun starfsmanna hennar né til annars reksturs. Til dæmis var verið að opna nýja kirkju í Grafaholti sem kostaði 200 milljónir, en á sama tíma þarf mæðrastyrksnefnd að búa við frjáls framlög til að geta brauðfætt fleiri þúsund manns yfir jólin. Það hlítur hver maður að sjá brenglunina í þessu. Niður með kirkjuna og upp með menntun. Það er besta lausnin til losa fólk úr viðjum trúarinnar og gera það raunverulega frjálst án hótana frá hugarburði um eilífa vist í helvíti ef þú fylgir ekki bókskruddunni.

Atheist


mbl.is Skoða þarf aðstöðu nemenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúfrelsi

Þetta er eitthvað sem fólk á að ákveða sjálft þegar það verður 18 ára. Það ætti nánast að taka framfyrir hendurnar á foreldrum og hreinlega banna skráningu barna í hverskyns trúsöfnuði. Börn eiga ekki að þurfa að lifa við stöðugar hótanir frá einhverjum hugarburði um dauða og helvíti geri þau ekki eins og einhver eldgömul skrudda segir, bók sem notuð var sem stjórntæki fyrr á öldum og jafnvel enn þann dag í dag. Hamingjan felst í því að losa sig undan oki ímyndunarinnar.
mbl.is Sjálfvirk skráning í trúfélög andstæð jafnréttislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún vill öðruvísi mótmæli

Að sjálfsögðu vilja ráðherrar og þingmenn öðruvísi mótmæli. Nú hafa þúsundir manna mótmælt friðsamlega án þess að það hafi verið hlustað á það, en ráðherrarnir vilja að sjálfsögðu eingöngu hafa slík mótmæli því þá er hægt að hunsa almenning lengur og jafnvel út kjörtímabilið. Ég legg til byltinguNinja Það er nokkuð útséð með það að þetta fólk ætlar ekki að segja af sér þótt það hafi fengið sitt umboð í góðæri og er því í raun umboðslaust að störfum miðað við núverandi aðstæður. Það var enginn sem kaus þau, í gegnum okkar brenglaða lýðræðiskerfi, til að leiða þjóðina í gegnum eitt mesta bankahrun mannkynssögunnar hingað til. Nú þarf fólk að taka sig saman, storma niður á Austurvöll, henda lögreglunni í burtu, eða gera þeim ljóst hvað verður ef þeir ekki hypji sig, umkringja Alþingishúsið með ca. 40. þús manns og neita að hleypa þessum andskotum út fyrr en þeir hafa boðað til kosninga. Helst mundi ég líka vilja þvinga þá til að koma á raunverulegu lýðræði við kosningar þar sem 7% flokkur getur ekki verið með forsætisráðuneytið og helming allra annara ráðuneyta. Best væri sennilega að leysa þessa stjórnmálaflokka upp og kjósa einstaklingaAngry
mbl.is Mótmælendur eiga ekki að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband