Færsluflokkur: Dægurmál

Bjóða lækkun áður en gengið styrkist.

Maður veit svosem ekki hvað vakir fyrir þessum lánastofnunum þótt þetta líti ósköp vel út að bjóða lækkun á lánunum. Með því að bjóða yfirfærslu í íslenskar krónur er verið að taka gengisfactorinn úr lánunum. Á síðustu 6 mánuðum hefur gengið styrkst um 10%, þar af 5% síðustu 4 vikur. Lækkun lánanna nemur 10-20% og því spyr maður sig hvort verið sé að festa krónutöluna meðan að gengið er tiltölulega veikt. Ef lánin lækka vegna gengisstyrkingar tapa (hagnast minna) þau fyrirtæki sem voru raunverulega að lána í íslenskum krónum þótt lánin hétu erlend vegna þess að þau voru bundin við gengi erlendra gjaldmiðla.

Fjármálastofnanir hafa betra aðgengi að upplýsingum en almenningur og ef þeir sjá í kortunum frekari styrkingu krónunnar er þetta mjög sterkur leikur hjá þeim, en ekki fyrir þann sem nýtir sér þetta. Persónulega mundi ég býða og sjá, frekar en að stökkva á þetta. Gengið styrkist á hverjum degi þessa dagana.


mbl.is Bílasala að glæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fjötrum framsóknarpúka.

Ég held að fólk hafi ekki kynnt sér málið til hlítar. Það sem kallast að vera bóndi á Íslandi í dag mundi kallast svona rómantískur sjálfsþurftarbúskapur víðasthvar annarasstaðar. Þessa litlu og ósjálfbæru einingar ganga auðvitað ekki nema með styrkjum. Ef landbúnaðurinn yrði settur undir sama hatt og önnur atvinna, að þá yrði auðvitað fækkað og stækkað. Við gætum sennilega keypt ódýrari landbúnaðarafurðir, og án styrkja ef þessari atvinnugrein yrði kippt inn í nútímann með niðurfellingu styrkja.
mbl.is Meirihluti fylgjandi styrkjum til landbúnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru verðin?

Ég hef verið að leita að verðum á flugeldum á netinu og ekkert fundið. (kannski klaufaskapur í mér)Þar sem álagning á flugelda jafnast sennilega á við álgningu á áfengi, þ.e. keypt inn á 150 kr. og selt á 5000 kr. að þá finnst mér það lágmarksþjónusta að verð og innihaldslýsingar pakka séu aðgengilegar á netinu. Þetta á jafnt við björgunarsveitirnar sem aðra söluaðila.
mbl.is Sprenging varð í flugeldaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

smáís

Auðvitað hafa framleiðendur Fangavaktarinnar samúð mín þótt það rýri trúverðugleika fréttarinnar að blanda smáís inn í þetta. Smáís menn njóta engrar virðingar vegna þess að þeir berjast gegn almenningi með óréttlæti, yfirgangi og lygum hvar sem þeir geta. Ég hef t.d. sennilega keypt yfir 1000 tóma geisladiska til gagnageymslu í gegnum tíðina og alltaf þurft að borga til þeirra í leiðinni. Ef mig langar að uppfæra vínilplötusafnið og kaupa cd í staðinn að þá þarf ég að borga aftur til smáís þótt ég eigi efnið fyrir og er aðeins að breyta um geymsluform, og svona mætti áfram telja.

Svo kasta þeir fram einhverjum gögnum sem sýna minnkandi sölu geisladiska en "gleyma" að nefna þann fjölda sem selst í gegnum netið á t.d. itunes og tónlist.is, sennilega vegna þess að í heildina selst meira nú en áður.


mbl.is Fangavaktinni stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband