6.3.2010 | 08:00
Allt á misskilningi byggt
Nei... sko.. þetta er allt saman misskilningur. Risaeðlurnar voru uppi fyrir 6000 árum og dóu út í Nóaflóðinu. Guð setti líka fullt af risaeðlubeinagrindum í setlögin til að láta reyna á trú mannskepnunnar. Ég hélt að allir vissu þetta. Efnafræði, jarðfræði, líffræði, stjörnufræði og þessháttar rökhyggja eru að afvegaleiða okkur frá þeim sannleika sem mannkynið hefur búið við frá bronsöld. Þetta segir sig alltsaman sjálft, ef við vitum ekki nákvæmlega hvernig risaeðlurnar dóu út að þá hlítur guð að hafa gert það, eða voruð þið á staðnum til að verða vitni að einhverju öðru?
![]() |
Stór loftsteinn olli víst aldauða risaeðlanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Já einmitt. Og svo var engri risaeðlutegund hleypt inn í bátinn hans Nóa þannig að allt svoleiðis dam rukknaði alveg allt saman á meðan flóðinu stóð. Fram að því voru risaeðlur alltaf að angra fólkið á þessum slóðum eins og Móses og fleiri en að er vitaskuld ekkert sagt frá því neins staðar! Nóaflóðið drap alls konar svona kvikindi. Jörðin varð reyndar til árið 4004 samkvæmt útreikningum Ushers biskups sem er alveg hárréttar. Eru allir hættir að trúa því eða?! NOT.
Þórður (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 09:16
Nákvæmlega. Er ekki málið bara að dæla meiri peningum í kirkjuna svo þeir geti haldið áfram að berjast ötullega gégn vísindum, þróun, þekkingu og gagnrýnni hugsun í gullslegnu kastölunum sínum. Það gengur ekki að fólk fái raunhæfa mynd af veruleikanum þar sem guð spilar enga rullu. Ef guð er nefnilega ekki til að þá er heldur engin siðferðisvitund til. Fólk verður að fá loforð um lúxus eftirlíf til að það gangi bara ekki um myrðandi og nauðgandi.... æj það er reyndar það fordæmi sem guð sjálfur setur í bók bókanna, en hvað um það. Hann meinti það örugglega ekki svoleiðis.
Reputo, 6.3.2010 kl. 09:41
Það er ekki merkilegt að menn fái rangar niðurstöður á útreikningum af atburðum sem skeðu fyrir tíð Homo sap., þegar rangar niðurstöður rannsókna í dag koma fram dag hvern og endalausar endurrannsóknir sem sýna enn rangar niðurstöður vegna þess að það er alltaf einhver þáttur sem gleymdist.
Gróðurhúsaáhrifin eru gott dæmi, enda orðin trúarbrögð fyrir marga og þá sérstaklega fyrir þá sem afneita öðrum trúarbrögðum. Það er nefnilega staðreynd að maðurinn verður að trúa á eitthvað.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 10:10
Ég sakna sakna ennþá Doctor.e
Þorsteinn Bragason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 10:58
Mjög sennileg skýring
Hérna er áhugaverð frétt: Creationists seek to stop the teaching of global warming
Höskuldur Búi Jónsson, 6.3.2010 kl. 11:34
Eftirminnileg setning úr „Nafn Rósarinnar“ er „Það verða engar framfarir undir merkjum þekkingar - aðeins endurtekningar!“ (gamalt og hrumt rekald af manneskju í pontu að messa yfir prestum og munkum)
Þór Sigurðsson, 6.3.2010 kl. 11:47
Flott satíra.
Höski, tók eftir þessu sama í NYTimes
Darwin Foes Add Warming to Targets
Arnar Pálsson, 6.3.2010 kl. 12:58
"Það er nefnilega staðreynd að maðurinn verður að trúa á eitthvað."
uuuuu nei?
Davíð Finnbogason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:06
http://www.youtube.com/watch?v=MeSSwKffj9o
segir allt sem segja þarf ;)
Árni Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:10
Árni Helga: Hér er önnur snilld - Eddie Izzard: http://www.youtube.com/watch?v=CFdmG-TRxzE
Höskuldur Búi Jónsson, 6.3.2010 kl. 16:05
hehe já hann er góður svo til að benda á þetta blogg hérna þá er hann að vitna á Bill Hicks snillinginn sem þetta blogg er að vitna til að ég held http://www.youtube.com/watch?v=-qmglGWMsdk
Árni Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 17:31
Þið ættuð að skammast ykkar að gera grín að trúarbrögðum.
May FMS have mercy on your soul.
http://www.venganza.org/
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 17:39
Hahaha góður. Maður skammast sín nú seint fyrir það. Hinsvegar skammast maður sín fyrir að þjóðin skuli greiða 5 milljarða á ári í þessa vitleysu. Getur ríkið ekki orðið innheimtustofnun fyrir öll frjáls félagasamtök?
Reputo, 7.3.2010 kl. 06:25
Varðandi syndaflóðið og það allt þá þætti mér gaman ef einhver talnaglöggur gæti skotið á það hvað stórt skip þarf undir eitt par af öllum núlifandi dýrategundum og fóðri fyrir þær í þennan tíma sem örkin var á floti. Ekki væri verra ef einhver gæti varpað ljósi á það með hvaða hætti keisaramörgæsirnar voru fluttar frá suðurskautinu fyrir flóð og aftur þangað að því loknu.
Gummi (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 09:22
" Ekki væri verra ef einhver gæti varpað ljósi á það með hvaða hætti keisaramörgæsirnar voru fluttar frá suðurskautinu fyrir flóð og aftur þangað að því loknu. "
DHL kannski ? :P
afb (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.