15.4.2010 | 07:37
Ánægður með Bertone
Ég er bara hæstánægður með þessi ummæli Bertones, í þeim skilningi þó að kaþólska kirkjan er að grafa eigin gröf og taka ómakið af okkur hinum sem lengi hafa fordæmt hana. Kaþólska kirkjan og kirkjur yfir höfuð eru algjör tímaskekkja í eins upplýstu þjóðfélagi og við teljum okkur búa í. Tilgangur kirkjunna er eingöngu að viðhalda sjálfteknum völdum, halda fólki í fáfræði og passa að peningastreymið stoppi ekki. Andlega hlið kirkjunnar er svo eingöngu tól sem notað er til að lokka sjúka og heimska með sér í lið og þarmeð viðhalda strúktúrnum.
Það er mín von að fleiri kardínálar taki til máls og tjái sig um barnaníðið því þeirra bronsaldarviðhorf opna augu fólks fyrir fávitaskapnum sem viðgengst í Páfagarði. Því meira sem þeir tjá sig því dýpri verður gröfin og því betri verður heimurinn.
Ummæli kardínála vekja reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.