Skattpeningur

Alltaf er það jafn pirrandi að sjá skattpeninga mína og annara fara í annað eins bull eins og kirkju. Þarna er verið að byggja dýrkunarstað fyrir algjöran hugarburð sem jafna má við geðveiki. Ég vil hvetja fólk til að segja sig úr þjóðkirkjunni og öðrum trúarsöfnuðum á morgun þar sem það er síðasti séns án þess að þurfa að borga í eitt ár í viðbót. Þetta er eins og hjá tryggingafélugunum, þú verður að vera út tímabilið. Niður með trúna og upp með raunveruleikann.
mbl.is Engir óþægilegir kirkjubekkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm - trúleysinginn ég hef eitthvað við þetta að athuga. Eru það ekki sóknirnar sem byggja kirkjur? Þe. bara þeir sem eru skráðir í þjóðkirkjuna borga - er það ekki? Skattpeningar fara hinsvegar t.d. í íþróttahús - í alltof miklum mæli.

Jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Reputo

Að athuguðu máli er þetta auðvitað rétt. Hinsvegar er innheimtan til kirkjunnar í gegnum skattheimtu ríkisins, en þeir sem ekki eru skráðir í fyribærið greiða auðvitað ekki fyrir vitleysuna þótt þetta flokkist sennilega undir hluta af samneyslunni. Þótt að einungis kæmu inn t.d. 3 milljarðar af kirkjuhjörðinni að þá fengi kirkjan sennilega samt sína 6 milljarða með öllu.

Reputo, 1.12.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband