9.12.2008 | 14:31
Hún vill öðruvísi mótmæli
Að sjálfsögðu vilja ráðherrar og þingmenn öðruvísi mótmæli. Nú hafa þúsundir manna mótmælt friðsamlega án þess að það hafi verið hlustað á það, en ráðherrarnir vilja að sjálfsögðu eingöngu hafa slík mótmæli því þá er hægt að hunsa almenning lengur og jafnvel út kjörtímabilið. Ég legg til byltingu
Það er nokkuð útséð með það að þetta fólk ætlar ekki að segja af sér þótt það hafi fengið sitt umboð í góðæri og er því í raun umboðslaust að störfum miðað við núverandi aðstæður. Það var enginn sem kaus þau, í gegnum okkar brenglaða lýðræðiskerfi, til að leiða þjóðina í gegnum eitt mesta bankahrun mannkynssögunnar hingað til. Nú þarf fólk að taka sig saman, storma niður á Austurvöll, henda lögreglunni í burtu, eða gera þeim ljóst hvað verður ef þeir ekki hypji sig, umkringja Alþingishúsið með ca. 40. þús manns og neita að hleypa þessum andskotum út fyrr en þeir hafa boðað til kosninga. Helst mundi ég líka vilja þvinga þá til að koma á raunverulegu lýðræði við kosningar þar sem 7% flokkur getur ekki verið með forsætisráðuneytið og helming allra annara ráðuneyta. Best væri sennilega að leysa þessa stjórnmálaflokka upp og kjósa einstaklinga
Mótmælendur eiga ekki að bíta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"umkringja Alþingishúsið með ca. 40. þús manns og neita að hleypa þessum andskotum út fyrr en þeir hafa boðað til kosninga."
Líst vel á þetta plan!
Ari (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:42
???"Það var enginn sem kaus þau" ??? hmmm... vilt þú semsagt að það sé EKKERT gert á meðan við kjósum upp á nýtt og á meðan flokkarnir eru að koma sér saman um ríkisstjórn ?
Birgir Hrafn Sigurðsson, 9.12.2008 kl. 15:01
Það er nú ein brenglunin á lýðræðinu þessi hrossakaup á milli flokka eftir kosningar. Hins vegar vill ég að boðað verði til kosninga í vor. Þá er stærsti skellurinn væntanlega yfirstaðinn og ekkert því til fyrirstöðu að kjósa. En ríkisstjórnin ætlar sér að vera út tímabilið sama hvað tautar og raular.
Reputo, 9.12.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.