Völvan smölvan

Þegar allt geysar í óeyrðum í landinu vegna sitjandi stjórnar, þarf þá mikla spádómsgáfu til að spá stjórnarslitum eða öðru því sem fram kemur í fréttinni? Nei ég bara spyr. Til að fá mig til að trúa þarf í það minnsta að spá einhverju sem ekki er í farvatninu.

Kona kemur fram með róttækar hugmyndir..... hvaða hugmyndir? hvaða kona? hvenær? hvers eðlis? Það eru alltaf að koma upp róttækar hugmyndir hjá báðum kynjum... þetta getur ekki annað en ræst

Spennandi tímar og miklar þjóðfélagsbreytingar...... ha.. það er sama hvað gerist að þá reynist hún sannspá með þetta.

Davíð Oddsson muni skríða út úr púbu sinni og koma á óvart með yfirlýsingum sínum í febrúar...... við skulum sjá til og þetta þarf þá að vera einhver opinber yfirlýsing en ekki eitthvað óundirbúið blaðaviðtal þar sem menn láta stundum hugann reika.

....snjóflóð falli fyrir vestan og annað fyrir norðan..... úff þetta getur ekki klikkað og rætist sennilega strax á nýjársdag og það mörgum sinnum.

Ég hef svosem ekki lesið völvuna fyrir næsta ár, en ég ætla rétt að vona að úrdrátturinn sem var í fréttinni sé ekki rjóminn af spádómunum. Annars er þetta svosem ekkert öðruvísi en aðrar spákéllingar, miðlar eða þessháttar hyski. Þetta er alltaf á svo víðum grundvelli að hlutirnir geta ekki annað en ræst.


mbl.is Völvan spáir spennandi tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband