Menntun vs. kirkjan

Það er magnað að verið sé að skera niður til menntamála þótt vitað sé að þetta er einhver sú besta fjárfesting sem þjóðin getur ráðist í. Er ekki nær að skera niður til kirkjunnar og hennar mála? Þangað fara 6000 milljónir árlega sem hæglega mætti ráðstafa í eitthvað nytsamlegt. Kirkjan er baggi á þjóðinni og ætti ekki að fá krónu frá ríkinu, hvorki í laun starfsmanna hennar né til annars reksturs. Til dæmis var verið að opna nýja kirkju í Grafaholti sem kostaði 200 milljónir, en á sama tíma þarf mæðrastyrksnefnd að búa við frjáls framlög til að geta brauðfætt fleiri þúsund manns yfir jólin. Það hlítur hver maður að sjá brenglunina í þessu. Niður með kirkjuna og upp með menntun. Það er besta lausnin til losa fólk úr viðjum trúarinnar og gera það raunverulega frjálst án hótana frá hugarburði um eilífa vist í helvíti ef þú fylgir ekki bókskruddunni.

Atheist


mbl.is Skoða þarf aðstöðu nemenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætt lýðræði

Við viljum kalla Ísland lýðræðisríki þar sem raddir ólíkra hópa heyrast þrátt fyrir að vera í minnihluta eða jafnvel á skjön við tíðarandann. Lýðræðið felst í því að við kjósum okkur fulltrúa á þing sem svo hugsa fyrir okkur og reka þjóðfélagið í okkar umboði. En lýðræðið sem við búum við er stórgallað og í raun ekki lýðræði nema upp að vissu marki. Við getum tekið sem dæmi ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins eftir kosningarnar 2003. Þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 33,7% atkvæða á meðan Framsóknarflokkurinn fékk 17,7%. Samt sem áður fékk Framsókn forsætiráðuneytið til tveggja ára og tæpan helming annara ráðuneyta og því spyr ég hvar lýðræðis gætir í þessu. Fleiri dæmi mætti taka en ég ætla að láta duga að koma með uppástungur að bættu lýðræði. Þetta er svosem ekki í neinni sérstakri röð. 
  • Tvær umferðir í kosningum þar sem í seinni umferð er kosið á milli tveggja stærstu úr fyrri umferð. Þetta kemur í veg fyrir málefnahrossakaup flokkanna við myndun ríkisstjórna, auðveldara verður að láta menn standa við gefin loforð í stað þess að geta skýlt sig á bakvið stjórnarsáttmála sem enginn fékk að kjósa um og í þokkabót eru minni líkur á að málefnið sem þú kaust einhvern flokk út á verðið kastað fyrir róðann vegna hinna fyrrnefndu málefnahrossakaupa. Fái annar flokkurinn t.d. 60% atkvæða úr seinni umferð skiptast hin 40% á milli hinna flokkanna eftir niðurstöðunum úr fyrri umferðinni.
 
  • Allar stjórnarskrárbreytingar skal fólkið fá að kjósa um. Þetta er grunnurinn að okkar samfélagi og því ætti umboð okkar til stjórnmálamanna ekki að ná yfir stjórnarskrána.
 
  • Þegar þingmaður skiptir um flokk dettur hann af þingi. Þegar kosningar fara fram er ekki hakað við nöfn frambjóðenda heldur flokksins og því á flokkurinn alltaf að halda sama fjölda þingmanna út kjörtímabilið.
 
  • Eðlilegast væri reyndar að kjósa einstaklinga frekar en flokka.
 
  • Einstaklingar sem starfað hafa á þingi lengur en t.d. eitt kjörtímabil verði útilokaðir með lögum frá safaríkum embættum eins og sendiherrastöðum, seðlabankanum, almennum bönkum (í ríkiseigu) o.þ.h. Þetta minnkar líkur á spillingu og gerir viðkomandi stofnanir hæfari, til að takast á við skildur sínar, þar sem faglega ráðinn einstaklingur stjórnar.
 
  • Skylda á alla stjórnmálaflokka til að halda opin prófkjör og þar með banna lokuð prófkjör og niðurröðun á lista. Einnig ætti að þurfa færri útstrikanir til að fella menn af lista í kosningum.
 
  • Viðveruskylda verði sett á þingmenn þar sem skriflegrar útskýringar er krafist ef viðkomandi sér ekki fært að mæta á þing.
 
  • Starfsdögum Alþingis verði fjölgað úr 120 dögum á ári upp í 200. Tveggja mánaða jólafrí og fjögurra mánaða sumafrí er auðvitað bara misnotkun á valdi.
 
  • Banna skoðanakannanir á fylgi flokka 10 síðustu dagana fyrir kosningar, og auglýsingar frá flokkunum sjálfum 5 síðustu dagana fyrir kosningar.
 
  • Gera landið að einu kjördæmi og þar með útrýma mismunandi vægi atkvæða.
 
  • Færa ýmsa málaflokka eins og forgangsröðun stórframkvæmda í vegamálum frá ráðherra til Vegagerðar ríkisins (þannig er það á hinum Norðurlöndunum). Þetta kemur í veg fyrir kjördæmapot sem hefur verið viðloðandi hvern einasta samgönguráðherra sem ég man eftir. Enn og aftur, þetta kemur í veg fyrir spillingu, og í eins veigamiklum málum og samgöngum hlýtur þeim málaflokki að vera best fyrir komið hjá fagfólki en ekki mönnum sem hugsa um það eitt að fá atkvæði í heimabyggð í næstu kosningum.
 
  • Skilgreina ábyrgðir sem þingmenn þurfa að sæta og hvenær þeir skulu bera ábyrgðir í málum. Það þyrfti að vera ráð eða nefnd skipuð af forsetanum með málsmetandi fólki innanborðs sem tæki ákvarðanir fyrir ráðamenn um hvort þeir eigi að sæta ábyrgð í tilteknum málum þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis. Eins og við vitum öll að þá er þetta blessaða fólk ekki fært um að sjá eigin misgjörðir og því þarf einhverja aðra til.
 

Þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug þótt af nógu sé að taka. Vandamálið við þetta er hinsvegar að það krefðist þess að þingmennirnir sjálfir þyrftu að breyta þessu. Þeir semja sjálfir um eigin kjör (fyrir utan launaliðinn), vinnutíma og hvað svosem þeim hentar þannig að sennilega á maður fyrr eftir að sjá rollu á þingi sem staðgengil einhvers framsóknarpúkans. En svona án gríns að þá tel ég þingmenn vera of siðblint fólk til að geta tekið ákvarðanir um eigin málefni, sem þó snertir alla þjóðina en í þeirra augum er þetta fyrst og fremst skerðing  og árás á þeirra hásæti. Það gleymist of oft að þau eru til fyrir okkur en við ekki fyrir þau.


Trúfrelsi

Þetta er eitthvað sem fólk á að ákveða sjálft þegar það verður 18 ára. Það ætti nánast að taka framfyrir hendurnar á foreldrum og hreinlega banna skráningu barna í hverskyns trúsöfnuði. Börn eiga ekki að þurfa að lifa við stöðugar hótanir frá einhverjum hugarburði um dauða og helvíti geri þau ekki eins og einhver eldgömul skrudda segir, bók sem notuð var sem stjórntæki fyrr á öldum og jafnvel enn þann dag í dag. Hamingjan felst í því að losa sig undan oki ímyndunarinnar.
mbl.is Sjálfvirk skráning í trúfélög andstæð jafnréttislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún vill öðruvísi mótmæli

Að sjálfsögðu vilja ráðherrar og þingmenn öðruvísi mótmæli. Nú hafa þúsundir manna mótmælt friðsamlega án þess að það hafi verið hlustað á það, en ráðherrarnir vilja að sjálfsögðu eingöngu hafa slík mótmæli því þá er hægt að hunsa almenning lengur og jafnvel út kjörtímabilið. Ég legg til byltinguNinja Það er nokkuð útséð með það að þetta fólk ætlar ekki að segja af sér þótt það hafi fengið sitt umboð í góðæri og er því í raun umboðslaust að störfum miðað við núverandi aðstæður. Það var enginn sem kaus þau, í gegnum okkar brenglaða lýðræðiskerfi, til að leiða þjóðina í gegnum eitt mesta bankahrun mannkynssögunnar hingað til. Nú þarf fólk að taka sig saman, storma niður á Austurvöll, henda lögreglunni í burtu, eða gera þeim ljóst hvað verður ef þeir ekki hypji sig, umkringja Alþingishúsið með ca. 40. þús manns og neita að hleypa þessum andskotum út fyrr en þeir hafa boðað til kosninga. Helst mundi ég líka vilja þvinga þá til að koma á raunverulegu lýðræði við kosningar þar sem 7% flokkur getur ekki verið með forsætisráðuneytið og helming allra annara ráðuneyta. Best væri sennilega að leysa þessa stjórnmálaflokka upp og kjósa einstaklingaAngry
mbl.is Mótmælendur eiga ekki að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan í góðæri

Núna er heldur betur góðæri hjá kirkjunni. Hjarðdýrin safnast saman og tilbiðja sem aldrei fyrr, þrátt fyrir að vita að það beri engan árangur. Kirkjan ætlar sér að ná í fleiri sauði í söfnuðinn meðan á ástandinu varir því ef engin er hjörðin hætta peningarnir að streyma, svo einfalt er það nú.
mbl.is Báðu fyrir landi og þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristilegar samkomur

Það er það sem ég alltaf sagt að biblían er hið besta stjórntæki enn þann dag í dag. Hann hefur sennilega logið þær fullar með biblíutilvitnunum og loforðum um lausn frá helvíti. Það ætti að banna trúarbullið svo þetta, ásamt mörgu öðru geti farið fram á réttum og raunverulegum grundvelli.
mbl.is Forstöðumaður Byrgisins dæmdur í 2½ árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattpeningur

Alltaf er það jafn pirrandi að sjá skattpeninga mína og annara fara í annað eins bull eins og kirkju. Þarna er verið að byggja dýrkunarstað fyrir algjöran hugarburð sem jafna má við geðveiki. Ég vil hvetja fólk til að segja sig úr þjóðkirkjunni og öðrum trúarsöfnuðum á morgun þar sem það er síðasti séns án þess að þurfa að borga í eitt ár í viðbót. Þetta er eins og hjá tryggingafélugunum, þú verður að vera út tímabilið. Niður með trúna og upp með raunveruleikann.
mbl.is Engir óþægilegir kirkjubekkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband