Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
24.3.2016 | 23:45
Reikniskekkja
Það er ekki 770% fjölgun í röðum Zúista, heldur 771 földun félaga (770,75 nákvæmlega). Í prósentum talið er það 77100% aukning (sjötíu og sjöþúsund og eitthundrað prósent). Það er mun meira impressive en talan í fréttinni.
En betur má ef duga skal með ríkiskirkjuna. Það væri óskandi að hún færi undir 50% á næstu 10 árum, enda á hún ekkert erindi í uppbyggilegu nútímasamfélagi.
Þjóðkirkjufólki fækkar hraðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2013 | 18:32
Endurgreiðsla sóknargjalda
Fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2012 | 23:31
Trúarskóli
Háskóli Íslands meðal 300 bestu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2011 | 07:40
Erum við í ESB?
Enginn nýr Land Cruiser 200 seldur í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2011 | 01:55
Hvaða...!!
Kannski er ég svona þröngsýnn, en ég skil ekki hversvegna verið er að eyða síðuplássi og orku blaðamanns í að fjalla um svona bull. Þetta fer í sama flokk og völvan, miðlar, spákellingar o.þ.h. peningahyski. Ég vona að þjóðin opni augun og sturti svona hegðun niður með hinni séríslensku útrásaraðferðarfræði. Það mundi gera öllum gott.
Það er hinsvegar magnað hvað trúfélög geta verið umburðarlynd í garð hvors annars, en þegar kemur að trúleysingjum að þá er eins og djöfullinn sjálfur sé kominn á kreik. Það er kannski það sem sameinar trúfélögin sem stuðlar að samvinnunni, þ.e. blekkingaleikur á kostnað borgaranna. Peningar og völd eru það sem knýja t.d. Ríkiskirkjuna áfram. Óheiðarleiki presta hennar í umræðunni mundi senda flesta venjulega borgara beint til helvítis, en þeir eru kannski á magnafslætti hjá hinu ímyndaða peningasoltna almætti. Hvað í andsk...... þýðir það svo að biðja fyrir einingu á fjöllum og sjó? Er ekki til eitthvað skilvirkara/betra sem hægt er að óska sér til sjávar og sveita? Það er einhver helgislepjulykt af þessu.
Bað fyrir einingu á fjöllum og í sjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2010 | 12:07
Áhugavert
Geimverur geta verið varhugaverðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2010 | 08:36
Ég sé eftir að hafa fermst.
Þetta var auðvitað alveg vitað mál, og glórulaust að innlima ólögráða börn í sértrúarsöfnuði. Það á að sjálfsögðu líka að banna skráningu barna í hverskyns trúarsöfnuði fyrir 18 ára aldur, banna kirjunni að stunda trúboð í leik- og grunnskólum og hætta að innheimta félagsgjöld fyrir allt draslið í gegnum skatta. Valdabáknið kirkjan er mikil tímaskekkja í nútíma samfélögum enda er hún á undanhaldi víðast hvar, sem betur fer. Í dag er vel innan við helmingur þjóðarinnar sem skilgreinir sig sem trúaða og því hljótum við að aðlaga okkur að því með því t.d. að hætta að dæla 5 milljörðum á ári í miðaldra kalla í grímubúningum (prestar) og þeirra gullslegnu hallir sem ganga svo þvert á boðskap trúarritsins að leitun er að annarri eins hræsni í mannlegum samfélögum.
Aðskilnað ríkis og kirkju STRAX!!
Sjá eftir fermingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 07:37
Ánægður með Bertone
Ég er bara hæstánægður með þessi ummæli Bertones, í þeim skilningi þó að kaþólska kirkjan er að grafa eigin gröf og taka ómakið af okkur hinum sem lengi hafa fordæmt hana. Kaþólska kirkjan og kirkjur yfir höfuð eru algjör tímaskekkja í eins upplýstu þjóðfélagi og við teljum okkur búa í. Tilgangur kirkjunna er eingöngu að viðhalda sjálfteknum völdum, halda fólki í fáfræði og passa að peningastreymið stoppi ekki. Andlega hlið kirkjunnar er svo eingöngu tól sem notað er til að lokka sjúka og heimska með sér í lið og þarmeð viðhalda strúktúrnum.
Það er mín von að fleiri kardínálar taki til máls og tjái sig um barnaníðið því þeirra bronsaldarviðhorf opna augu fólks fyrir fávitaskapnum sem viðgengst í Páfagarði. Því meira sem þeir tjá sig því dýpri verður gröfin og því betri verður heimurinn.
Ummæli kardínála vekja reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2010 | 07:17
Banna þessa stofnun
Nú var verið að banna súludans vegna ótta við mansal. Er ekki kominn tími til að banna kirkjuna þar sem rökstuddur grunur er um misnotkun og nauðgun barna? Geta menn endalaust skýlt sig á bakvið þessa stofnun? Menn eru bara færðir til í starfi og í versta falli flytja níðingarnir til Páfagarðs þar sem þeir fá hæli. Kaþólska kirkjan reynir að þagga allt niður í stað þess að vera í farabroddi þess að upplýsa um þessi mál. Svo tala þeir bara um erfiða tíma hjá kirkjunni og eru nokk sama um fórnarlömbin. Þvílíkt hyski. Að sjálfsögðu á að leysa þennan glæpahring upp eins og gert er við aðra glæpahringi. Þeim á hvergi að vera vært.
Ofbeldi í dönskum kirkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2010 | 23:47
Handtaka manninn
Páfi hitti norræna biskupa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |