Áhugavert

Mér þykja svona pælingar skemmtilegar. Ég er sammála honum um að það er örugglega líf á öðrum plánetum,  en er reyndar ekki jafn sannfærður um að geimverur hafi heimsótt okkur Jarðlinga. Til að vitsmunaverur geti þróast það lengi að ferðir milli sólkerfa verði möguleiki, hljóta þessar verur að vera friðsamar. Að öðrum kosti væru þær búnar að útrýma sjálfum sér. Við sjáum það best með mannkynið. Því meira sem við tæknivæðumst, því svakalegri verða stríðin. Nú er svo komið að verði önnur heimsstyrjöld eru vel á annan tug ríkja sem hafa getu til að þurrka nánast allt vitsmunalíf af plánetunni. Fyrir vitsmunaverur þarna úti sem eru lengra komnar en við (ef einhverjar eru) að þá hljóta þær að hafa staðið af sér þessa ógn frá sjálfum sér sem við stöndum frammi fyrir núna, og þar af leiðandi gef ég mér það að þær séu friðsamar.
mbl.is Geimverur geta verið varhugaverðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, staðið af sér þessa ógn frá sjálfum sér. ;) Þó mannkynið eigi kannski einhvern daginn eftir að verða ein stór hamingjusöm fjöldskylda þá er ekki þar með sagt að við hættum að slátra öðrum "óæðri" dýrategundum.

pacman (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 12:56

2 Smámynd: Promotor Fidei

Er sammála því að ákveðinn félagslegur þroski: umburðarlyndi, virðing og friðsemi þurfa að vera forsendur þess að verur á öðrum hnöttum nái því þróunarstigi að geta ferðast milli sólkerfa.

Það sést vel á mannkynssögunni að þar sem fordómar, græðgi, hroki og ofstæki hafa ráðið ríkjum hefur ekki orðið nein framför, og afturför ef eitthvað er. Herskáar verur myndu fyrr vera líklegri til að nota tæknina til að eyða sjálfum sér, en að ná því stigi að geta eytt verum á öðrum plánetum.

Það er gambl, en við ættum að láta vita af okkur. Ef samband myndi nást við þróaðri verur myndi það umbreyta tækni, menningu og lífsgæðum til hins betra. Ef við bíðum þar til mannkynið væri sjálft komið á það stig að finna aðra heima, þá væru líkurnar hvort eð er þær að það sem við myndum finna væri þúsundum ára á undan okkur í þróun og ef illur ásetningur réði þar för værum við að nota teygjubyssur á móti atómsprengjum.

Promotor Fidei, 25.4.2010 kl. 13:11

3 identicon

Það er ekki hægt að líkja því saman að Evrópubúar fundu Ameríku við að geimverur finni jörðina. Það eru til milljarðar plánetna með sömu auðlindir og jörðinn í heiminum en það er aðeins ein Ameríka. Ef að það eru til vitsmunaverur í heiminum  sem myndu finna okkur þá held ég að þær verur myndu ekki finnast jörðinn neitt rosalega merkileg auðlindalega séð þar sem þær hafa fundið talsvert margar svoleiðis plánetur í heiminum. Ég er líka sammála síðasta ræðumanni um þróunarstigið.

Ívar (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 15:01

4 identicon

Nokkrir hlutir sem eru vitaðir:

#1: Fjarlægðirnar frá Jörðinni til næstu sólkerfa eru gífurlegar. Því lengra sem farið er út frá þeim því svakalegri verða vegalengdirnar, sem þýðir að nánast aðeins mjög þróað líf gæti komið til Jarðarinnar.

#2: Til að verða svona þróað þá er líklegt, en þó ekkert sem er öruggt, að á einum tímapunkti hafi komið upp hrikalegt stríð með gjöreyðingarvopnum á plánetu þessara lífvera. Ef á annað borð þær gátu búið til vélar eða þróað aðferðir til að komast alla þessa vegalengd þá verða þær að hafa yfirkomist herskáa hegðun.

#3: Miðað við þessa tvo punkta hér fyrir ofan þá myndi líf frá öðrum hnöttum, í mínum huga, frekar koma í friðsömum erindagjörðum frekar en herskáum, þó að þær yrðu eflaust vopnaðar til að verja sig.

#4: Meiri hætta steðjar af því hvað við mennirnir gerum gagnvart geimverum þegar þær heimsækja okkur frekar en hvað þær gera okkur. Við munum svo gjörsamlega klúðra fyrstu samskiptum eins og okkur einum er lagið.

Hrafn Þorvaldsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 15:41

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Það eru til tugi þúsinda ára gamlar teikningar sem hafa fundist í hellum víðsvegar um heiminn sem sýna veiðimenn a eftir dýrum og svo eitthvað fljúgandi fyrir ofan. Það hafa fundist 2 málmsúlur á jörðinni sem innihalda efni sem ekki finnast á jörðinni og málmurinn tærist ekki og vísindamenn hafa ekki hugmynd um hvernig á því stendur.

Fjölmörg forn rit, til dæmis biblían og Vedas þeirra hindúa, sem innihalda sögur sem í dag er hægt að túlka sem heimsóknir geimvera. Það hafa fundist mörg hundruð ára kort af jörðinni sem lýsa henni í smáatriðum eins og séð frá sporbaug.

Að halda að við séum eina dýrategundin í öllum heiminum sem hafa þróað með sér hæfni til að byggja upp samfélög er einfeldningsháttur, ef eitthvað er þá erum við líklegast langtum aftar í þróunarstiganum en mörg lífform. Ef mannkynið væri svona ofboðslega þróað þá hefðum við ekki eytt þúsundum ára í jafn mikla heimsku og stríð og kúgun, við erum bara apar sem kunnum að tala og nota verkfæri en við höfum í okkur mun meiri grimmd en sést hjá öðrum dýrategundum.

Tómas Waagfjörð, 25.4.2010 kl. 16:54

6 identicon

Nokkrir punktar til að velta fyrir sér:

#1 Mjög þróuð siðmenning þróar væntanlega með sér gervigreind og róbótatækni. Slík tækni gæti tekið völdin af kjötskrokkunum og haldið í sína eigin herferð um alheimin með ekkert siðferðislögmál í farteskinu annað en að safna auðlindum og breiða út eigin tilvist. Í rauninni hlýtur það vera mikið líklegra að ef við rekumst á ummerki um framandi siðmenningu í geimnum að það séu þá vélar frekar en lífverur (alveg eins og fjarlægustu sendiherrar mannkynsins eru gervihnettirnir Voyager 1 og 2).

#2 Mögulega er það ekki hluti af menningu framandi geimvera að hólfa sig niður í þjóðir og annað álíka tilgangslaust þannig að stríð innan tegundarinnar hafi aldrei verið vandamál, það myndi ekki útiloka að þær sjái lítið athugavert við að eyða öðrum lífformum sem þvælast fyrir þeim.

#3 Við erum alltaf takmörkuð þegar við hugsum um geimverur af okkar eigin eiginleikum. Við getum ekki einu sinni byrjað að ímynda okkur hvernig "greind" eða "meðvitund" geimvera gæti virkað allt allt öðru vísi en við eigum að þekkja. Það gæti verið fullkomnlega ómögulegt að eiga nokkur samskipti við verurnar og mennsk hugtök á borð við siðferði gæti verið alveg framandi fyrir þeim.

En Hawkins bullar samt. Við eigum enga möguleika á því að fela okkur fyrir geimverum jafnvel þó að við vildum. Það er ekki annað í boði en að taka því sem að höndum ber.

c (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 17:38

7 identicon

Ef við hugsum okkur nokkur þróunarstig vitsmunavera, og miðum þróunarstigin við beislun þeirra á orku, þá má skipta þeim í nokkra flokka. Jarðarsamfélag (planetary community) er á því stigi að geta beislað orku pláneta, t.d. vatnsföll, brennslu olíu og kola, jarðhita og geislavirkni. Sólkerfasamfélag (solar community) býr yfir þeirri tækni að geta beislað orku af stærðargráðu sólkerfa. Líklega er þar um að ræða fullkomið vald á samrunaorku í gríðarlegu magni. Næsta stærðargráða fyrir ofan slíkt samfélag væri stjörnuþokusamfélag (galactic community), sem geta beislað orku af stærðargráðu stjörnuþoku. Vald slíks samfélags væri meira en við getum ímyndað okkur. Slíkar verur gætu eytt jörðinni með einni hugsun.

Að bera jarðarsamfélag á borð við okkar við stjörnuþokusamfélag er eins og að bera maurabú saman við stórborg. Maurar í maurabúi hafa ekki minnstu hugmynd um það hvort það sé verið að leggja hraðbraut í næsta nágrenni búsins. Svo þróaðar verur myndu líta á okkur á sama hátt og við lítum á skordýr. Þær gætu hafa séð okkur nú þegar og vitað allt um okkar þróunarstig.

Samfélag af slíkri stærðargráðu væri fyrir löngu komið með tækni sem færir verurnar út fyrir líkamlega annmarka. Þær gætu jafnvel sameinað vitund sína og hugsað sem ein heild. Slík heild myndi búa yfir gríðarlegri visku og væri að öllum líkindum langt yfir það hafin að heyja stríð og valda öðrum verum sársauka. Við sjálf erum ekki langt frá því að geta tengst á einhvern hátt, sem mun eiga sér stað þegar taugar og örsmá nettengd rafeindatæki verða tengd saman.

Í áratugi hafa kerfi verið í gangi sem hafa þann tilgang að hlusta eftir merkjum utan úr geimnum (t.d. SETI). Þessi kerfi byggja á því að hlusta eftir hinum ýmsu tíðnum og skoða hvort í þessu leynist merki. Hins vegar má leiða líkur að því að samskiptamáti háþróaðra vera sé ekki alveg svo einfaldur. Það væri rökrétt að áætla að samskipti þeirra nái yfir mjög breitt tíðnisvið, þar sem hver tíðniþáttur virkar eins og markleysa fyrir okkur, eða suð. Í sameiningu myndar þetta allt hins vegar læsilegt merki. Það má líkja þessu við sendingu á IP pökkum yfir netið. Merkið er bútað niður í marga IP pakka, þar sem hver og einn virkar sem markleysa, en ef pakkarnir koma saman þá fáum við skiljanlegt merki.

Þórarinn Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 18:00

8 Smámynd: Reputo

Til að einhverjar verur geti komist hingað frá öðru sólkerfi, og tala nú ekki um frá annari vetrarbraut, að þá þarf svo gríðarlega orku að allar orkuaulindir Jarðar væru bara dropi í hafið. Hvað varðar vatn og málma að þá er nóg að þeim efnum þarna úti þannig að ég sé ekki þörfina fyrir gesti utan úr geimnum að þurrka Jörðina upp af einhverju sem nóg er til af annarstaðar.

Ég sé að Þórarinn Heiðar er búinn að sjá þessi video með Michio Kaku, en fyrir ykkur hina að þá er Michio Kaku einn af fremstu eðlisfræðingum heims og vinnur að m.a. að Strengjakenningunni sem útskýrir hvað ákvarðar öll öfl t.a.m. þyngdarafl. Mjög áhugaverð video.

http://www.youtube.com/watch?v=Kw8dcb8iKSM&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=6cF4p_pMfcs&feature=related

Reputo, 25.4.2010 kl. 18:50

9 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Þið eruð fastir í því að við á jörðinni eru fullkomnir og höfum einu og bestu tæknina í heiminum. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að það geta verið til háþróuð samfélög þarna úti sem eru tugþúsundum ára á undan okkur. Bara ef við hefðum ekki lent í hálstaki kirkjunnar á miðöldum þar sem allir þeir sem komu fram með eitthvað sem ekki samrýmdist boðskap kirkjunnar voru drepnir, þá væru við fyrir löngu búin að hreiðra um okkur á öðrum plánetum. Það sem tækninni hefur fleygt fram síðustu 150 ár eða svo jafnast á við 3-4 þúsund ár á undan. Ef við gefum okkur það að líf á öðrum hnöttum hafi myndast á sama tíma og á jörðinni, og að þeir hefðu sloppið við að lenda í heimsku trúmála þá væru þessi lífform mörg þúsund árum á undan okkur.

Að halda að við séum eina lífformið í öllum alheiminum sem geti notað verkfæri og beitt rökhugsun er kjánalegt í það minnsta. Málið er að almenningur, hvar sem er í heiminum, er á need to know basis, og við þurfum ekki að vita.

Og í alvörunni, eigum við að taka orð frá einhverjum og einhverjum sem hefur farið í skóla og setur fram einhverja kenningu sem heilagan sannleik, vísindamenn eru voða mikið í því að tala út um rassgatið á sér og skellandi fram hinum og þessum kenningum sem ná vissu fylgi í einhvern tíma og er þá yfirlýstur sannleikur, allt þar til einhver annar vísindamaður kemur með einhverja aðra kenningu út um rassgatið á sér sem virðist á einhvern hátt líklegri en sú fyrri og kollvarpar henni og verður þá hinn nýji sannleikur. Þetta er ástæða fyrir því að vísindin breytast svona fljótt á jörðinni, vegna þess að við vitum ekki skít og eina sem menn geta gert er að henda fram einhverjum kenningum sem ná fylgi og verður þá sannleikur, blablabla. Við erum ekki einu sinni búin að fylla upp í frumefnatöfluna, þar er akkúrat það sem við erum komin langt.

Vaknið

Tómas Waagfjörð, 25.4.2010 kl. 21:21

10 identicon

Já það er rétt, þarna stóð ég á öxlum risans Michio Kaku, og hefði átt að vitna í hann, þó að þetta hafi verið eftir minni frá því fyrir löngu síðan, og kryddað af ýmsu öðru. Hann talar að vísu um fjögur stig þjóðfélaga, frá 0 (við) og upp í 3 (galactic).

Aukinn skilningur okkar á eðlisfræði mun síðar breyta öllum okkar viðhorfum til þessara hluta. Sem dæmi: Það eitt að horfa á öreindir hefur áhrif á hegðun þeirra, en kenningar í skammtafræði fjalla um þetta. Þetta hefur verið staðfest, t.d. með því að skjóta rafeindum í gegnum tvær rifur (double-slit experiment). Þetta er útskýrt t.d. hér:

http://www.youtube.com/watch?v=DfPeprQ7oGc

Staðreyndir sem þessar vekja upp margar furðulegar spurningar. T.d.: Fyrst þetta gildir um öreindir, hvernig er þá heimurinn í raun og veru? Háþróaðar verur vita eflaust svarið við þessu, og hugsanlega eru þær á því stigi að hafa enga þörf fyrir veraldleg hráefni lengur. Þær myndu þá láta hnetti á borð við jörðina eiga sig. Það er því hugsanlegt að óttinn um að einhverjir háþróaðir dráparar utan úr geimnum mæti hingað og breyti okkur í duft sé alveg óþarfur.

Þórarinn Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 22:29

11 Smámynd: Reputo

Ég veit ekki hvaða síðu þú varst að skoða Tómas, en það var ekki þessi miðað við síðasta komment þitt.

Hérna sjást afleiðingar kirkjunnar á vísindaþekkingu okkar.

Annars erum við rétt að byrja snerta á vísindum. Það er ennþá til fólk á lífi sem var fætt áður en rafmagn og ljósaperan komst í almenna notkun, og bílar og flugvélar höfðu ekki verið fundin upp. Ef við skoðum hvernig hlutirnir voru fyrir 100 árum og núna sjáum við gríðarlega framför. Á næstu 100 árum eigum við eftir að sjá enn meiri framfarir en urðu á síðustu öld, og hvað þá ef við reynum að sjá fyrir okkur hvernig þetta verður eftir 200 ár, 500 ár, 1000 ár, 10000 ár, 1.000.000 ár. Við erum rétt í frumbernsku þeirrar þekkingar sem bíður okkar, en allt veltur þetta á því að við útrýmum okkur ekki með þeirri tækni sem uppgötvaðist á síðust öld. Eins og Einstein sagði: Ég veit ekki með hvaða vopnum verður barist í þriðju heimsstyrjöldinni, en sú fjórða verður háð með steinum og spjótum.

Reputo, 25.4.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband