Reikniskekkja

Það er ekki 770% fjölgun í röðum Zúista, heldur 771 földun félaga (770,75 nákvæmlega). Í prósentum talið er það 77100% aukning (sjötíu og sjöþúsund og eitthundrað prósent). Það er mun meira impressive en talan í fréttinni.

En betur má ef duga skal með ríkiskirkjuna. Það væri óskandi að hún færi undir 50% á næstu 10 árum, enda á hún ekkert erindi í uppbyggilegu nútímasamfélagi.


mbl.is Þjóðkirkjufólki fækkar hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurgreiðsla sóknargjalda

Það er gott mál að verið sé að taka þessi tengsl til endurskoðunar. Best væri ef fólk gæti t.d. hakað við trúfélag á skattaskýrslum eða þá einnig kosið að standa utan trúfélaga og sparað sér þessar krónur. En einhvernveginn hef ég ekki trú á að það verði raunin. Þegar valdaflokkur sem vildi miða alla lagasetningar út frá kristnum gildum (sem er ekki eitthvað sem nútíma þjóðfélag vill kenna sig við) að þá er ég hræddur um að þetta verði eingöngu til að auka fjáraustrið í ríkiskirkjuna sem einungis um 35% þjóðarinnar telur sig eiga samleið með.
mbl.is Fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brenglað lýðræði

Almenningur hefur akkúrat ekkert um það að segja hverjir verða í ríkisstjórn. Hann getur haft einhver mótandi áhrif en hefur ekkert um það að segja hvaða flokkar taka saman. Almenningur hefur heldur ekkert um það að segja hvaða málefnum er kastað fyrir róðann í málefnahrossakaupunum sem nú eiga sér stað.

Dæmi: B vill gera x og D vill gera y. 30% atkvæða D fengu þeir af því að þeir ætla að gera x en afþví að þeir ætla í stjórn með B ætla þeir að fórna x, sem er einmitt ástæðan fyrir stórum hluta fylgisins.

Þetta sáum við t.d. hjá síðustu ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn vildi í ESB en hinn ekki. Þetta er brenglað lýðræði ef lýðræði skildi kalla. Afnema þarf 5% regluna og taka upp tvær umferðir. Þar mundu tveir stærstu flokkarnir fara í seinni umferð þannig að hreinn meirihluti fengist. Ef t.d. B fengi 60% í seinni umferð mundu 40% þingsæta skiptast á milli hinna flokkanna m.v. niðustöðurnar úr fyrri umferðinni. Þetta er hægt að útfæra á marga vegu t.d. með því að hver og einn kjósi fyrsta og annað val.

Vonandi fáum við raunverulegt lýðræði hérna einn daginn sem ekki er mótað af hagsmunum stærstu flokkanna.


mbl.is Formenn hittust á leynifundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri akrein.

Eitt af stóru vandamálunum í umferðinni er vanþekking fólks á notkun akreina. Á háannatíma þegar umferð er mikil er nauðsynlegt að nýta allar akreinar til að flytja umferðina, en þegar umferð er ekki mikil áttu að halda þig hægra megin. Þó áttu að skipta tímanlega yfir á vinstri akrein ef þú ætlar að aka þeim megin útaf aðalbrautinni, en það þýðir samt ekki 5 km fyrr heldur nokkur hundruð metrum plús mínus eftir aðstæðum. Fátt fer meira í taugarnar á mér í dagsins önn en að sjá tvo bíla keyra hlið við hlið á sama hraða óháð því hver hraðinn er. Það er svo lítið mál fyrir þann á vinstri akreininni að auka hraðann eða hægja á og fara yfir á hægri akreinina og þar með nýta akreinarnar rétt. Ég stunda ekki hraðakstur en ég tek vel eftir umhverfi mínu og sé oft pirringinn sem byggist upp þegar fólk er fast fyrir aftan einhvern sem "dólar" sér á vinstri akrein. Málið er að þótt að þú akir á hámarkshraða eða hraðar áttu samt að halda þig á hægri akrein nema um framúrakstur sé að ræða. Þetta meðtekur landinn ílla.

Að þessu sögðu vil ég samt taka það fram að hegðunin sem ökumaður jeppans sýndi á Gullinbrúnni er með engu forsvaranleg og hlýtur að flokkast sem tilraun til manndráps. Vonandi næst í rassgatið á honum og hann látinn svara fyrir það sem hann gerði. Það sem ég er að benda á er að m.v. lýsinguna á akstri konunnar að þá gerði hún akkúrat það sem ekki á að gera þegar tvær akreinar eru til afnota. 


mbl.is „Mátti engu muna að það yrði stórslys“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarskóli

Það sorglega er að Háskóli Íslands mun aldrei komast í allra fremstu röð á meðan guðfræði er kennd við skólann. Guðfræði hefur ekkert að gera með að vera háskólanám og á að vera á hendi hverrar stofnunar fyrir sig sem námið snýst um þ.e. hjá ríkiskirkjunni í okkar tilfelli. Guðfræði, í eðli sýnu, getur ekki fylgt gagnrýnni aðferðarfræði sem háskólanám snýst um enda væru trúarbrögð útdauð ef fólk almennt gæti beitt gagnrýnni hugsun á þau. Guðfræðin í HÍ er heldur ekki guðafræði og snýst nánast eingöngu um ríkisguðinn okkar. Önnur trúarbrögð fá rétt kynningu í samanburði við ríkistrúnna. Þetta mun ávalt draga HÍ niður, bæði hvað varðar gæði og virðingu.
mbl.is Háskóli Íslands meðal 300 bestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laffer kúrvan

Laffer kúrvan er fyrirbæri sem Steinhanna, Jógrímur og margir verslunareigendur þekkja ekki til. Með henni er sýnt fram á hvernig tekjur geta minnkað með of mikilli skatt- eða álagningu.

Hugmyndin er sú að með 0% sköttum eru engar skatttekjur, en það sama má segja ef það væri 100% skattur. Þá sæji fólk ekki ástæðu til að vera vinna myrkranna á milli án þess að bera neitt úr bítum. Einhverssaðar þarna á milli hámarkast innkoma af skatttekjunum. Ef þú ferð yfir toppinn minnka tekjurnar.

                                           

Hérna sjáum við að þegar ákveðnu óskilgreindu hámarki er náð fara tekjurnar að minnka aftur. Þetta er nákvæmlega það sem gerst hefur varðandi áfengi, bensín, skatta og ýmislegt fleira. Við sjáum töluverðan samdrátt í sölu við hverja hækkun. Þetta mega verslunareigendur, margir hverjir, taka til sín líka.

Það versta er að hugsjónalausu atvinnupólitíkusunum okkar er nákvæmlega sama og það síðasta sem þau gera er að lækka álagninguna því þá eru þau að viðurkenna að þeim skjátlaðist. Það er eitthvað sem kennt er í pólitík 101 að viðurkenna aldrei mistök, eða allavega kenna einhverjum öðrum um. Við munum því búa við þetta áfram, og sennilega munu þau auka álögurnar enn meira til að sporna við minnkandi tekjum. Þetta er sorglegt að horfa upp á.


mbl.is Ríkið hirðir 90% af Tindavodka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við í ESB?

En við erum ekki í Evrópusambandinu. Hvert er þá vandamálið? Tökum við nýjar reglur hjá ESB samdægurs upp hjá okkur? Afhverju eru sumar reglur teknar upp hérna en aðrar ekki, og hver ákveður?
mbl.is Enginn nýr Land Cruiser 200 seldur í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða...!!

Kannski er ég svona þröngsýnn, en ég skil ekki hversvegna verið er að eyða síðuplássi og orku blaðamanns í að fjalla um svona bull. Þetta fer í sama flokk og völvan, miðlar, spákellingar o.þ.h. peningahyski. Ég vona að þjóðin opni augun og sturti svona hegðun niður með hinni séríslensku útrásaraðferðarfræði. Það mundi gera öllum gott.

Það er hinsvegar magnað hvað trúfélög geta verið umburðarlynd í garð hvors annars, en þegar kemur að trúleysingjum að þá er eins og djöfullinn sjálfur sé kominn á kreik. Það er kannski það sem sameinar trúfélögin sem stuðlar að samvinnunni, þ.e. blekkingaleikur á kostnað borgaranna. Peningar og völd eru það sem knýja t.d. Ríkiskirkjuna áfram. Óheiðarleiki presta hennar í umræðunni mundi senda flesta venjulega borgara beint til helvítis, en þeir eru kannski á magnafslætti hjá hinu ímyndaða peningasoltna almætti. Hvað í andsk...... þýðir það svo að biðja fyrir einingu á fjöllum og sjó? Er ekki til eitthvað skilvirkara/betra sem hægt er að óska sér til sjávar og sveita? Það er einhver helgislepjulykt af þessu.


mbl.is Bað fyrir einingu á fjöllum og í sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar af greiddi ég 10 þús.

Ég fékk mynd af mér senda, við ábyrgðarlausan ofsaakstur, seint um kvöld á virkum degi með skygni út að sjóndeildarhring,  þar sem ég þeyttist með aldraða móður mína á 97 km/h á milli Hveragerðis og Selfoss. Þegar ég svo gékkst við þessum glæp hjá sýslumanninum á Selfossi sagði lögregluþjónninn mér að ef þeir hefðu sjálfir verið að mæla hefði ég sennilega sloppið þar sem þeir láta fólk yfirleitt í friði á undir 100 km/h.

Fyrir nokkrum árum var nefnilega farið í sértækar aðgerðir gegn ofsaakstri þar sem heimild var veitt til að gera ökutæki ökuníðinga upptæk, ásamt því sem sektir voru hækkaðar mikið. Inn í þetta frumvarp slæddist svo ákvæði þar sem ákveðið var að lækka vikmörk úr 10km/h í 5 km/h, sem þýðir að nú má sekta þig á 96 í stað 101 áður. Þetta hefur ekkert með ofsaakstur að gera og hefur pirrað mig alla tíð þar sem þetta veitir manni ekkert svigrúm til framúraksturs og það liggur við að cruise controllið ná ekki að halda sig inn þessara marka.

Maður vissi svosem vel að þetta væri bara auka skattheimta sem hefur ekkert með umferðaröryggi að gera. Það er gaman að sjá þessar upphæðir og þetta mun örugglega veita ríkisstjórninni innblástur hvað varðar aðferðir til að ná síðustu krónunum af ferðalöngum landsins.


mbl.is Hálfur milljarður í sektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóða lækkun áður en gengið styrkist.

Maður veit svosem ekki hvað vakir fyrir þessum lánastofnunum þótt þetta líti ósköp vel út að bjóða lækkun á lánunum. Með því að bjóða yfirfærslu í íslenskar krónur er verið að taka gengisfactorinn úr lánunum. Á síðustu 6 mánuðum hefur gengið styrkst um 10%, þar af 5% síðustu 4 vikur. Lækkun lánanna nemur 10-20% og því spyr maður sig hvort verið sé að festa krónutöluna meðan að gengið er tiltölulega veikt. Ef lánin lækka vegna gengisstyrkingar tapa (hagnast minna) þau fyrirtæki sem voru raunverulega að lána í íslenskum krónum þótt lánin hétu erlend vegna þess að þau voru bundin við gengi erlendra gjaldmiðla.

Fjármálastofnanir hafa betra aðgengi að upplýsingum en almenningur og ef þeir sjá í kortunum frekari styrkingu krónunnar er þetta mjög sterkur leikur hjá þeim, en ekki fyrir þann sem nýtir sér þetta. Persónulega mundi ég býða og sjá, frekar en að stökkva á þetta. Gengið styrkist á hverjum degi þessa dagana.


mbl.is Bílasala að glæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband