4.5.2010 | 08:42
Drullusokkar að sunnan.
Það er alltaf sama minnimáttarkreddan í Akureyringunum, og reyndar í landsbyggðarfólkinu yfir höfuð, gagnvart Reykjavík. "Jakkafataklæddir menn úr Reykjavík" já, hvaðan annarstaðar frá gæti djöfullinn komið, holdi klæddur til að glepja menn.
Annars minnir þetta mig á atvik sem gerðist fyrir nokkrum árum síðan. Ég var staddur í smáþorpi á Vestfjörðum vegna ákveðinnar kunnáttu sem ég bjó yfir. Meðan ég dvaldi þarna gékk ég undir nafninu SASarinn, eða Sérfræðingur Að Sunnan. Mér var einnig tjáð að ef verkið gengi ekki að óskum yrði ég kallaður DASarinn, eða Drullusokkur Að Sunnan. Mér fannst þetta auðvitað bara fyndið og þó aðallega vegna þessarar tilvitnunar til Reykjavíkur. Þetta er þó ekki eina tilfellið sem ég hef lent í. Á einum stað á sunnanverðum Austfjörðum fékk ég þvílíkan fúkorðaflauminn um Reykjavík og allt sem þar var, að ég gat ekki haldið aftur af mér og svaraði mönnunum fullum hálsi. En sem betur fer eru það þó yfirleitt bara þessi litlu skot eins og hann Ásbjörn er með sem maður lendir í.
En manngreyið á auðvitað alla mína samúð. Þessir drullusokkar að sunnan voru augljóslega ekki starfi sínu vaxnir frekar en aðrir svokallaðir bankamenn.
Sögðu að lán til stofnfjárkaupa væru áhættulaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2010 | 12:07
Áhugavert
Geimverur geta verið varhugaverðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2010 | 08:36
Ég sé eftir að hafa fermst.
Þetta var auðvitað alveg vitað mál, og glórulaust að innlima ólögráða börn í sértrúarsöfnuði. Það á að sjálfsögðu líka að banna skráningu barna í hverskyns trúarsöfnuði fyrir 18 ára aldur, banna kirjunni að stunda trúboð í leik- og grunnskólum og hætta að innheimta félagsgjöld fyrir allt draslið í gegnum skatta. Valdabáknið kirkjan er mikil tímaskekkja í nútíma samfélögum enda er hún á undanhaldi víðast hvar, sem betur fer. Í dag er vel innan við helmingur þjóðarinnar sem skilgreinir sig sem trúaða og því hljótum við að aðlaga okkur að því með því t.d. að hætta að dæla 5 milljörðum á ári í miðaldra kalla í grímubúningum (prestar) og þeirra gullslegnu hallir sem ganga svo þvert á boðskap trúarritsins að leitun er að annarri eins hræsni í mannlegum samfélögum.
Aðskilnað ríkis og kirkju STRAX!!
Sjá eftir fermingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 07:37
Ánægður með Bertone
Ég er bara hæstánægður með þessi ummæli Bertones, í þeim skilningi þó að kaþólska kirkjan er að grafa eigin gröf og taka ómakið af okkur hinum sem lengi hafa fordæmt hana. Kaþólska kirkjan og kirkjur yfir höfuð eru algjör tímaskekkja í eins upplýstu þjóðfélagi og við teljum okkur búa í. Tilgangur kirkjunna er eingöngu að viðhalda sjálfteknum völdum, halda fólki í fáfræði og passa að peningastreymið stoppi ekki. Andlega hlið kirkjunnar er svo eingöngu tól sem notað er til að lokka sjúka og heimska með sér í lið og þarmeð viðhalda strúktúrnum.
Það er mín von að fleiri kardínálar taki til máls og tjái sig um barnaníðið því þeirra bronsaldarviðhorf opna augu fólks fyrir fávitaskapnum sem viðgengst í Páfagarði. Því meira sem þeir tjá sig því dýpri verður gröfin og því betri verður heimurinn.
Ummæli kardínála vekja reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 13:14
Rétt taktík?
Það er gott að vita til þess að ölvunarakstur er á undanhaldi. Ég er þó ekki jafn viss um þessar nýjustu aðgerðir þ.e. að minnka mörkin og hækka sektir. Fyrir það fyrsta virðast engar tölur vera til um slysatíðni þeirra sem eru með upp í 0,5 prómill í blóðinu, og efast ég reyndar um að sá "hópur" valdi fleiri slysum en þeir sem ekki hafa smakkað það. Ég held að þarna sé frekar einhver pólitísk rétthugsun í gangi frekar en raunverulegt vandamál.
Hvað sektirnar varðar, að þá er nú stór hópur af þeim sem teknir eru ölvaðir, síbrotamenn. Sem kannski segir manni það að sektarupphæðin skiptir ekki máli því hún verður hvort eð er aldrei greidd. Þar að auki held ég að 500 þús. hafi ekkert mikið meiri fælingarmátt en 300 þús. Þegar menn eru stöðvaðir ítrekað ætti frekar að gera bílana upptæka. Þá eru tólin allavega tekin úr höndum þessara manna og erfiðara verður um vik að útvega sér ný. Einnig ætti að banna þeim að eignast bíl, og banna að þeim verði lánaðir bílar. Ef einhver lánar þeim bíl á hann á hættu á að missa hann verði síbrotamaðurinn stöðvaður.
Vona samt að þetta fari enn meira minnkandi, sama hvaða aðferðir menn svosem nota til að ná þeim árangri.
Veldur þú slysi í umferðinni um helgina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2010 | 07:17
Banna þessa stofnun
Nú var verið að banna súludans vegna ótta við mansal. Er ekki kominn tími til að banna kirkjuna þar sem rökstuddur grunur er um misnotkun og nauðgun barna? Geta menn endalaust skýlt sig á bakvið þessa stofnun? Menn eru bara færðir til í starfi og í versta falli flytja níðingarnir til Páfagarðs þar sem þeir fá hæli. Kaþólska kirkjan reynir að þagga allt niður í stað þess að vera í farabroddi þess að upplýsa um þessi mál. Svo tala þeir bara um erfiða tíma hjá kirkjunni og eru nokk sama um fórnarlömbin. Þvílíkt hyski. Að sjálfsögðu á að leysa þennan glæpahring upp eins og gert er við aðra glæpahringi. Þeim á hvergi að vera vært.
Ofbeldi í dönskum kirkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2010 | 23:47
Handtaka manninn
Páfi hitti norræna biskupa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2010 | 16:01
Í fjötrum framsóknarpúka.
Meirihluti fylgjandi styrkjum til landbúnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2010 | 17:58
Rugludallar
Segir djöfulinn hafa hreiðrað um sig í Páfagarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2010 | 08:00
Allt á misskilningi byggt
Stór loftsteinn olli víst aldauða risaeðlanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |