Bjóða lækkun áður en gengið styrkist.

Maður veit svosem ekki hvað vakir fyrir þessum lánastofnunum þótt þetta líti ósköp vel út að bjóða lækkun á lánunum. Með því að bjóða yfirfærslu í íslenskar krónur er verið að taka gengisfactorinn úr lánunum. Á síðustu 6 mánuðum hefur gengið styrkst um 10%, þar af 5% síðustu 4 vikur. Lækkun lánanna nemur 10-20% og því spyr maður sig hvort verið sé að festa krónutöluna meðan að gengið er tiltölulega veikt. Ef lánin lækka vegna gengisstyrkingar tapa (hagnast minna) þau fyrirtæki sem voru raunverulega að lána í íslenskum krónum þótt lánin hétu erlend vegna þess að þau voru bundin við gengi erlendra gjaldmiðla.

Fjármálastofnanir hafa betra aðgengi að upplýsingum en almenningur og ef þeir sjá í kortunum frekari styrkingu krónunnar er þetta mjög sterkur leikur hjá þeim, en ekki fyrir þann sem nýtir sér þetta. Persónulega mundi ég býða og sjá, frekar en að stökkva á þetta. Gengið styrkist á hverjum degi þessa dagana.


mbl.is Bílasala að glæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reputo

Höfundur

Reputo
Reputo
Fjölskyldufaðir með báða fætur á jörðinni. Hef óbeit á hverskyns guðatrú og er fréttafíkill
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Atheist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband