5.7.2009 | 13:30
Afhverju
Afhverju skapaði guð þá svínið? Getur verið að fólk sé að lepja upp gömul ævintýri sem enga enga stoð í raunveruleikanum?
Eina svínið laust úr sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Meirihluti mannkyns ver mestöllum tíma sínum í að lepja upp gömul ævintýri sem meika ekkert sens... Humans are idiots...
Kommentarinn, 5.7.2009 kl. 13:57
Sæll,
Mikið af þessum gömlu reglum eiga sér einfaldar ástæður og oftast eiga þær rætur að rekja til heilsufars. Svínakjöt getur skemmst mjög hratt og geymist illa í þeim mikla hita sem er í miðausturlöndum. Það er líka viðkvæmara fyrir ýmsum sýkingum heldur en annað kjöt og getur því valdið veikindum.
Kveðja
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 15:57
Þökk fyrir innleggin
Svín eru alin upp við töluvert aðrar aðstæður í dag og því eru sýkingar og þessháttar nánast úr sögunni. Einnig held ég að fólk í Mið Austurlöndum sé lítið að spá í þessu. Þar er það bara orð hins ímyndaða vinar sem blívar sama hvað tautar og raular.
Reputo, 5.7.2009 kl. 18:48
Þá má ekki gleyma því að Múhameð var með þessari lífsreglu að koma í veg fyrir veikindi. Svínakjöt er þeim ósköpum búið að vera mjög feitt sem þránanr hratt í hitanum og skemmist eins og Arnór bendir réttilega á.
Hvað skyldi segja í Kóraninum ef hann hefði verið ritaður eftir að núverandi kælitækni og ískapar voru komnir til sögunnar.
Öðru máli gegnir um bann íslima við notkun áfengis: sá sem drekkur sig fullan áður en hann heldur út í eyðimörkina er dauðans matur.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2009 kl. 20:18
Ég veit ekki, er minni hiti í Mexíkó en í Mið-Austurlöndum? Kaldara í Kína?
Auðvitað er þetta bann löngu úrelt, en það virðist vera erfitt að kenna gömlum hundi að sitja...
Rebekka, 5.7.2009 kl. 20:28
Þetta á ekki bara við um svínakjöt og Islam, Gyðingar eru með sitt Kosher, og skelfiskur (hreistur laus fiskur) er tabu, skelfisksofnæmi veldur því að skelfiskur var flokkaður sem óhreinn í gamladaga. Kosher úttekt var upphaflega heilbrigðisúttekt.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 09:46
Það þótti nú ekki merkilegt fólk sem borðaði hrossakjöt á íslandi þar til nýlega, að ég tali nú ekki um; kanínur, lóur, hrossagauk og annað lostæti.
Hörður Bragason (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.